Íslandsvinurinn valdi formúlu eitt frekar en ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 11:00 Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe. Getty/Bryn Lennon Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur bæði mikinn áhuga á íslenskum jörðum og fótbolta. Hann hefur safnað jörðum á Íslandi en ætlar ekki að kaupa fleiri fótboltafélög. Hann fjárfesti aftur á móti ríkulega í formúlu eitt á dögunum. Jim Ratcliffe er nú talinn vera ríkasti maður Bretlandseyja en hann er stofnandi og stjórnarformaður efnafyrirtækisins INEOS. INEOS gekk nýverið frá fimm ára samningi við formúlu eitt liðið Mercedes. Í viðtali við breska ríkisútvarpið segir Jim Ratcliffe hafi nú nóg á sinni könnu og að hann sé ekki að hugsa um kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina. Britain's richest man Sir Jim Ratcliffe has played down a 'Premier League move'. More: https://t.co/I5UZrmBdtkpic.twitter.com/SW8EaRVoBD— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2020 Ratcliffe er mikill fótboltaáhugamaður og á franska félagið Nice, sem hann keypti í ágúst sem og svissneska b-deildarliðið Lausanne.Hann hefur lengi verið orðaður við kaup á liði í ensku úrvalsdeildinni, fyrst við sitt uppáhaldslið Manchester United en svo við Chelsea. Jim Ratcliffe útilokar það að kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina, bæði vegna þess að hann hafi þegar of mikið að gera og líka vegna þess að verðmiðinn á liðum í ensku úrvalsdeildinni sé alltof hár. „Við erum mjög sátt við þar sem við erum með Nice. Það gengur vel og hefur verið mjög áhugavert. Við erum enn að læra og þetta er krefjandi deild í Frakklandi með mörgum hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Jim Ratcliffe. Ratcliffe var að kaupa sig inn í Mercedes liðið í formúlu eitt þegar það stendur mögulega á tímamótum. Ástæðan er að heimsmeistarinn Lewis Hamilton er ekki búinn að festa sig. Lewis hefur unnið fimm af sex heimsmeistaratitlum sínum með Mercedes liðinu. Sir Jim Ratcliffe Toto #WelcomeINEOSpic.twitter.com/MFsdf2I0eH— Mercedes-AMG F1 (@MercedesAMGF1) February 10, 2020 Ratcliffe yrði hissa ef Lewis Hamilton fær frá Mercedes á þessum tímapunkti. „Ég held að Lewis sé einn sá allra besti frá upphafi í þessari grein. Það hafa ekki margir betri ökumenn en hann. Ef ég væri Lewis þá myndi ég einbeita mér að því að vinna titil númer sjö og ná að jafna [Michael] Schumacher og gera það með farsælasta liðinu. Þetta er samt auðvitað ákvörðun Lewis en ekki mín en það kæmi mér á óvart ef hann færi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe. Enski boltinn Formúla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur bæði mikinn áhuga á íslenskum jörðum og fótbolta. Hann hefur safnað jörðum á Íslandi en ætlar ekki að kaupa fleiri fótboltafélög. Hann fjárfesti aftur á móti ríkulega í formúlu eitt á dögunum. Jim Ratcliffe er nú talinn vera ríkasti maður Bretlandseyja en hann er stofnandi og stjórnarformaður efnafyrirtækisins INEOS. INEOS gekk nýverið frá fimm ára samningi við formúlu eitt liðið Mercedes. Í viðtali við breska ríkisútvarpið segir Jim Ratcliffe hafi nú nóg á sinni könnu og að hann sé ekki að hugsa um kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina. Britain's richest man Sir Jim Ratcliffe has played down a 'Premier League move'. More: https://t.co/I5UZrmBdtkpic.twitter.com/SW8EaRVoBD— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2020 Ratcliffe er mikill fótboltaáhugamaður og á franska félagið Nice, sem hann keypti í ágúst sem og svissneska b-deildarliðið Lausanne.Hann hefur lengi verið orðaður við kaup á liði í ensku úrvalsdeildinni, fyrst við sitt uppáhaldslið Manchester United en svo við Chelsea. Jim Ratcliffe útilokar það að kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina, bæði vegna þess að hann hafi þegar of mikið að gera og líka vegna þess að verðmiðinn á liðum í ensku úrvalsdeildinni sé alltof hár. „Við erum mjög sátt við þar sem við erum með Nice. Það gengur vel og hefur verið mjög áhugavert. Við erum enn að læra og þetta er krefjandi deild í Frakklandi með mörgum hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Jim Ratcliffe. Ratcliffe var að kaupa sig inn í Mercedes liðið í formúlu eitt þegar það stendur mögulega á tímamótum. Ástæðan er að heimsmeistarinn Lewis Hamilton er ekki búinn að festa sig. Lewis hefur unnið fimm af sex heimsmeistaratitlum sínum með Mercedes liðinu. Sir Jim Ratcliffe Toto #WelcomeINEOSpic.twitter.com/MFsdf2I0eH— Mercedes-AMG F1 (@MercedesAMGF1) February 10, 2020 Ratcliffe yrði hissa ef Lewis Hamilton fær frá Mercedes á þessum tímapunkti. „Ég held að Lewis sé einn sá allra besti frá upphafi í þessari grein. Það hafa ekki margir betri ökumenn en hann. Ef ég væri Lewis þá myndi ég einbeita mér að því að vinna titil númer sjö og ná að jafna [Michael] Schumacher og gera það með farsælasta liðinu. Þetta er samt auðvitað ákvörðun Lewis en ekki mín en það kæmi mér á óvart ef hann færi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe.
Enski boltinn Formúla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira