Nýr og hátæknivæddur E-Class á leiðinni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. febrúar 2020 07:00 Mercedes-Benz E-Class. Vísir/Askja Mercedes-Benz E-Class er vinsælasti bíll þýska lúxusbílaframleiðandans og í huga margra hjarta þríhyrndu stjörnunnar. Alls hafa yfir 14 milljónir eintaka selst af E-Class á heimsvísu síðan bíllinn kom á markað árið 1946 og er hann söluhæsti bíll Mercedes-Benz í sögunni. E-Class hefur ávallt haft voldugt og virðulegt útlit og er af mörgum talin táknmynd Mercedes-Benz. Mikil breyting varð á E-Class árið 2016 þegar tíunda kynslóð bílsins leit dagsins ljós. Bæði tók bíllinn miklum breytingum í útliti og hönnun, bæði að innan sem utan, en einnig fékk hann mun meiri aksturs- og tæknibúnað en áður. Tíunda kynslóð E-Class kom einnig í tengiltvinnútfærslu. E-Class mun fá andlitslyftingu í sumar og kemur þá með auknum tæknibúnaði og akstursstoðkerfum sem munu gera bílinn tæknivæddastan í sínum flokki. E-Class verður m.a. í boði með nýjustu tækni af árekstrarvörn, umferðaskiltavara, viðvörun fyrir blinda punktinn, sjálfvirkum bílastæðaleggjara og 360° myndavél sem sýnir ökumanni yfirlitsmynd af bílnum og háþróuðum sjálfvirkum skriðstilli svo eitthvað sé nefnt. E-Class kemur þá með hinu háþróaða MBUX margmiðlunarkerfi Mercedes-Benz. Þar er m.a. boðið upp á „Hey Mercedes“ raddstýringarkerfið sem þegar er komið hinar ýmsu týpur frá framleiðandanum. E-Class mun koma í sjö mismunandi tengiltvinnútfærslum á næstunni og eru sumar þeirra með 4MATIC fjórhjóladrifinu sem myndar sérstöðu bílsins á markaði. Nýr og uppfærður E-Class verður fyrst í boði boði sem stallbakur (sedan) og langbakur (station) en kemur síðan í coupé og cabriolet sportútfærslum í framhaldinu. Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Mercedes-Benz E-Class er vinsælasti bíll þýska lúxusbílaframleiðandans og í huga margra hjarta þríhyrndu stjörnunnar. Alls hafa yfir 14 milljónir eintaka selst af E-Class á heimsvísu síðan bíllinn kom á markað árið 1946 og er hann söluhæsti bíll Mercedes-Benz í sögunni. E-Class hefur ávallt haft voldugt og virðulegt útlit og er af mörgum talin táknmynd Mercedes-Benz. Mikil breyting varð á E-Class árið 2016 þegar tíunda kynslóð bílsins leit dagsins ljós. Bæði tók bíllinn miklum breytingum í útliti og hönnun, bæði að innan sem utan, en einnig fékk hann mun meiri aksturs- og tæknibúnað en áður. Tíunda kynslóð E-Class kom einnig í tengiltvinnútfærslu. E-Class mun fá andlitslyftingu í sumar og kemur þá með auknum tæknibúnaði og akstursstoðkerfum sem munu gera bílinn tæknivæddastan í sínum flokki. E-Class verður m.a. í boði með nýjustu tækni af árekstrarvörn, umferðaskiltavara, viðvörun fyrir blinda punktinn, sjálfvirkum bílastæðaleggjara og 360° myndavél sem sýnir ökumanni yfirlitsmynd af bílnum og háþróuðum sjálfvirkum skriðstilli svo eitthvað sé nefnt. E-Class kemur þá með hinu háþróaða MBUX margmiðlunarkerfi Mercedes-Benz. Þar er m.a. boðið upp á „Hey Mercedes“ raddstýringarkerfið sem þegar er komið hinar ýmsu týpur frá framleiðandanum. E-Class mun koma í sjö mismunandi tengiltvinnútfærslum á næstunni og eru sumar þeirra með 4MATIC fjórhjóladrifinu sem myndar sérstöðu bílsins á markaði. Nýr og uppfærður E-Class verður fyrst í boði boði sem stallbakur (sedan) og langbakur (station) en kemur síðan í coupé og cabriolet sportútfærslum í framhaldinu.
Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Árið 2020 hjá Öskju Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Öskju ríir bjartsýni hjá fyrirtækinu sem nýlega bætti við sig umboði fyrir Honda. Að hans mati eru öryggi, sparneytni og meiri samskipti bíla við eigendur þau svið sem munu þróast hvað mest á næstu árum. 20. janúar 2020 07:00