Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 10:41 Bill Browder hefur lagt fram gögn um peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. Vísir/EPA Breski fjárfestingasjóðsstjórinn Bill Browder ætlar að kæra Danske bank, stærsta banka Danmerkur, til lögreglu vegna aðildar hans að umfangsmiklu peningaþvætti. Lögmaður Browder, Sergei Magnitskí, var barinn til ólífis í fangelsi í Rússlandi eftir að hann setti fram ásakanir um svikin. Ásakanir um að umfangsmikið peningaþvætti hafi verið stundað í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi fyrir árið 2015 hafa farið hátt í dönskum fjölmiðlum undanfarið en málið er eitt stærsta fjárglæpamál í sögu Danmerkur. Í vikunni komu fram upplýsingar um að peningaþvættið hafi verið enn umfangsmeira en áður var vitað. Allt að 53 milljarðar danskra króna hafi mögulega verið þvegnar í útibúinu. Viðskiptaráðherra Danmerkur sagði í vikunni að hann vildi leiða í ljós hversu mikið bankinn hagnaðist á peningaþvættinu og gera ágóðann upptækan. Browder, sem stýrir Hermitage-fjárfestingasjóðnum, hefur lagt fram upplýsingar um peningaþvættið. Hermitage var um tíma einn stærsti fjárfestingasjóðurinn í Rússlandi áður en rússnesk yfirvöld vísuðu Browder úr landi. Browder fékk Magnitskí til að rannsaka framferði stjórnvalda í Kreml gegn sér. Hann segir Financial Times að hann ætli að kæra Danske bank bæði í Danmörku og Eistlandi. Fjármálaeftirlit beggja landa rannsaka nú ásakanirnar en peningaþvættið á að hafa átt sér stað frá 2007 til 2015. Hann fullyrðir að útibúið í Eistlandi hafi verið ein helsta leiðin til að þvo rússneskt fé eins og Magnitskí hafi sýnt fram á með uppljóstrunum sínum.Lést í fangelsi eftir að hafa sakað embættismenn um spillingu Magnitskí var rússneskur endurskoðandi sem sérhæfði sig í baráttu gegn spillingu. Setti hann fram ásakanir um meiriháttar þjófnað embættismanna á opinberu fé í Rússlandi. Hann var handtekinn í heimalandinu árið 2008 og sakaður um meiriháttar skattsvik. Magnitskí lést í fangelsi eftir ellefu mánaða dvöl árið 2009, rétt áður en rússnesk yfirvöld hefðu þurft að sleppa honum. Þá hafði honum verið neitað um læknishjálp þrátt fyrir veikindi. Bandaríkjastjórn samþykkti refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum sem taldir eru hafa komið nálægt dauða Magnitskí undir lok árs 2012. Þeim er bannað að koma til Bandaríkjanna og að nýta sér bankaþjónustu þar samkvæmt lögum sem kennd eru við Magnitskí. Rússnesk stjórnvöld brugðust við með því að banna ættleiðingar til Bandaríkjanna. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Nýjar upplýsingar hafa komið fram um að jafnvirði allt að 890 milljarða íslenskra króna hafi verið þvegið í útibúi danska bankans í Eistlandi fyrir árið 2015. 5. júlí 2018 13:49 300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breski fjárfestingasjóðsstjórinn Bill Browder ætlar að kæra Danske bank, stærsta banka Danmerkur, til lögreglu vegna aðildar hans að umfangsmiklu peningaþvætti. Lögmaður Browder, Sergei Magnitskí, var barinn til ólífis í fangelsi í Rússlandi eftir að hann setti fram ásakanir um svikin. Ásakanir um að umfangsmikið peningaþvætti hafi verið stundað í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi fyrir árið 2015 hafa farið hátt í dönskum fjölmiðlum undanfarið en málið er eitt stærsta fjárglæpamál í sögu Danmerkur. Í vikunni komu fram upplýsingar um að peningaþvættið hafi verið enn umfangsmeira en áður var vitað. Allt að 53 milljarðar danskra króna hafi mögulega verið þvegnar í útibúinu. Viðskiptaráðherra Danmerkur sagði í vikunni að hann vildi leiða í ljós hversu mikið bankinn hagnaðist á peningaþvættinu og gera ágóðann upptækan. Browder, sem stýrir Hermitage-fjárfestingasjóðnum, hefur lagt fram upplýsingar um peningaþvættið. Hermitage var um tíma einn stærsti fjárfestingasjóðurinn í Rússlandi áður en rússnesk yfirvöld vísuðu Browder úr landi. Browder fékk Magnitskí til að rannsaka framferði stjórnvalda í Kreml gegn sér. Hann segir Financial Times að hann ætli að kæra Danske bank bæði í Danmörku og Eistlandi. Fjármálaeftirlit beggja landa rannsaka nú ásakanirnar en peningaþvættið á að hafa átt sér stað frá 2007 til 2015. Hann fullyrðir að útibúið í Eistlandi hafi verið ein helsta leiðin til að þvo rússneskt fé eins og Magnitskí hafi sýnt fram á með uppljóstrunum sínum.Lést í fangelsi eftir að hafa sakað embættismenn um spillingu Magnitskí var rússneskur endurskoðandi sem sérhæfði sig í baráttu gegn spillingu. Setti hann fram ásakanir um meiriháttar þjófnað embættismanna á opinberu fé í Rússlandi. Hann var handtekinn í heimalandinu árið 2008 og sakaður um meiriháttar skattsvik. Magnitskí lést í fangelsi eftir ellefu mánaða dvöl árið 2009, rétt áður en rússnesk yfirvöld hefðu þurft að sleppa honum. Þá hafði honum verið neitað um læknishjálp þrátt fyrir veikindi. Bandaríkjastjórn samþykkti refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum sem taldir eru hafa komið nálægt dauða Magnitskí undir lok árs 2012. Þeim er bannað að koma til Bandaríkjanna og að nýta sér bankaþjónustu þar samkvæmt lögum sem kennd eru við Magnitskí. Rússnesk stjórnvöld brugðust við með því að banna ættleiðingar til Bandaríkjanna.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Nýjar upplýsingar hafa komið fram um að jafnvirði allt að 890 milljarða íslenskra króna hafi verið þvegið í útibúi danska bankans í Eistlandi fyrir árið 2015. 5. júlí 2018 13:49 300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vill leggja hald á ágóða Danske bank af peningaþvætti Nýjar upplýsingar hafa komið fram um að jafnvirði allt að 890 milljarða íslenskra króna hafi verið þvegið í útibúi danska bankans í Eistlandi fyrir árið 2015. 5. júlí 2018 13:49
300 milljarðar þvættir í Danske Bank Stjórnvöld í Aserbaídsjan eru meðal þeirra sem hafa um fjögurra ára skeið hvítþegið um 18 milljarða danskra króna, eða rétt rúma 300 milljarða íslenskra króna, í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. 6. september 2017 06:00