Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2018 17:28 Fuglarnir hafa verið í sóttkví síðan í febrúar. 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST) en upphaflega stóð til að farga dýrunum þann 27. júní síðastliðinn vegna ítrekaðra brota innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningi fuglanna. Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði þegar aflífa átti fuglana en til átaka kom í Dýraríkinu á milli lögmanns verslunarinnar og lögmanns MAST um þá ákvörðun að farga fuglunum. Vegna andmæla Dýraríkisins þá varð ekkert af förgun fuglanna en þann 2. júlí síðastliðinn afturkallaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frestun réttaráhrifa vegna fyrri ákvörðunar MAST. Í kjölfarið náðist sátt á milli stofnunarinnar og innflytjanda um aflífun sem fór, eins og áður segir, fram í dag. Tekin voru sýni sem rannsökuð verða í þeirra von að finna skýringar á þeim miklu afföllum sem urðu í sóttkvínni þar sem fuglarnir þar voru upphaflega 360. Þeim hafði því fækkað um ríflega þriðjung. Skrautfuglarnir voru fluttir inn til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt reglum skulu innfluttir búrfuglar dvelja í sóttkví í að minnsta kosti fjórar vikur en á þriðju viku greindist smit í sóttkvínni og var einangrun fuglanna því framlengd. „Þann 26. mars hafnaði Matvælastofnun innflutningnum og gaf innflytjanda kost á að flytja fuglana úr landi ellegar aflífa þá. Innflytjandi fór fram á endurupptöku málsins en henni var hafnað. Lagði innflytjandi þá fram stjórnsýslukæru til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og óskaði eftir frestun réttaráhrifa og varð ráðuneytið við því. Við eftirlit í sóttkvínni þann 22. júní kom í ljós að um þriðjung þeirra fugla sem áttu að vera eftir í sóttkvínni vantaði og hafði innflytjandi ekki gert Matvælastofnun grein fyrir afdrifum þeirra. Vegna brota á skilyrðum innflutningleyfisins afturkallaði stofnunin leyfið. Ekki var unnt að senda fuglana aftur til upprunalands vegna skilyrða þarlendra dýralæknayfirvalda um heilbrigðisvottun og því hugðist Matvælastofnun aflífa þá fugla sem eftir voru í sóttkvínni,“ segir í tilkynningu MAST um forsögu málsins. Uppfært klukkan 18:08: Árni Stefán Árnason, lögfræðingur Dýraríkisins, bendir á að tilkynningu MAST sé farið með rangt mál varðandi beiðni innflytjanda um endurupptöku málsins. Segir hann að málið hafi verið endurupptekið og að lokinni henni var fyrri ákvörðun MAST staðfest. Þá sé það einnig rangt að ekkert hafi orðið úr förgun fuglanna þann 27. júní vegna andmæla innflytjanda. Segir Árni að MAST hafi ekki gefið kost á andmælum, þvert á fyrirmæli stjórnsýslulaga. Varð ekkert úr aðgerðum þann dag þar sem lögregla hafnaði því að aðstoða MAST. Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Átök um förgun 250 skrautfugla Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. 27. júní 2018 18:39 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST) en upphaflega stóð til að farga dýrunum þann 27. júní síðastliðinn vegna ítrekaðra brota innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningi fuglanna. Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði þegar aflífa átti fuglana en til átaka kom í Dýraríkinu á milli lögmanns verslunarinnar og lögmanns MAST um þá ákvörðun að farga fuglunum. Vegna andmæla Dýraríkisins þá varð ekkert af förgun fuglanna en þann 2. júlí síðastliðinn afturkallaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frestun réttaráhrifa vegna fyrri ákvörðunar MAST. Í kjölfarið náðist sátt á milli stofnunarinnar og innflytjanda um aflífun sem fór, eins og áður segir, fram í dag. Tekin voru sýni sem rannsökuð verða í þeirra von að finna skýringar á þeim miklu afföllum sem urðu í sóttkvínni þar sem fuglarnir þar voru upphaflega 360. Þeim hafði því fækkað um ríflega þriðjung. Skrautfuglarnir voru fluttir inn til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt reglum skulu innfluttir búrfuglar dvelja í sóttkví í að minnsta kosti fjórar vikur en á þriðju viku greindist smit í sóttkvínni og var einangrun fuglanna því framlengd. „Þann 26. mars hafnaði Matvælastofnun innflutningnum og gaf innflytjanda kost á að flytja fuglana úr landi ellegar aflífa þá. Innflytjandi fór fram á endurupptöku málsins en henni var hafnað. Lagði innflytjandi þá fram stjórnsýslukæru til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og óskaði eftir frestun réttaráhrifa og varð ráðuneytið við því. Við eftirlit í sóttkvínni þann 22. júní kom í ljós að um þriðjung þeirra fugla sem áttu að vera eftir í sóttkvínni vantaði og hafði innflytjandi ekki gert Matvælastofnun grein fyrir afdrifum þeirra. Vegna brota á skilyrðum innflutningleyfisins afturkallaði stofnunin leyfið. Ekki var unnt að senda fuglana aftur til upprunalands vegna skilyrða þarlendra dýralæknayfirvalda um heilbrigðisvottun og því hugðist Matvælastofnun aflífa þá fugla sem eftir voru í sóttkvínni,“ segir í tilkynningu MAST um forsögu málsins. Uppfært klukkan 18:08: Árni Stefán Árnason, lögfræðingur Dýraríkisins, bendir á að tilkynningu MAST sé farið með rangt mál varðandi beiðni innflytjanda um endurupptöku málsins. Segir hann að málið hafi verið endurupptekið og að lokinni henni var fyrri ákvörðun MAST staðfest. Þá sé það einnig rangt að ekkert hafi orðið úr förgun fuglanna þann 27. júní vegna andmæla innflytjanda. Segir Árni að MAST hafi ekki gefið kost á andmælum, þvert á fyrirmæli stjórnsýslulaga. Varð ekkert úr aðgerðum þann dag þar sem lögregla hafnaði því að aðstoða MAST.
Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Átök um förgun 250 skrautfugla Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. 27. júní 2018 18:39 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30
Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00
Átök um förgun 250 skrautfugla Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. 27. júní 2018 18:39