Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Hersir Aron Ólafsson skrifar 6. júlí 2018 21:00 Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2 Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá því að Tollgæslan hefði undanfarið lagt hald á gríðarmikið magn ávana- og fíknilyfja í Leifsstöð.Sjá einnig: Ferðamenn leysa út fíknilyf á BenidormSamkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni er um að ræða um 19 þúsund töflur í ár, þar af 3.100 töflur af sterkustu gerð Oxycontins, ávanabindandi verkjalyfs sem telst til svonefndra ópíóða. Í þessari viku einni hafa komið upp þrjú mál, þar sem samtals hafa verið haldlagðar 1859 töflur. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að nánast allt efnið komi frá Spáni.Greiða læknum fyrir lyfseðla „Það eru læknar þar staðsettir sem eru að ávísa þessum lyfjum í miklu magni og það sem við höfum líka verið að fá staðfest er að þeim er greitt fyrir að gera þessa lyfseðla, og þannig ná einstaklingarnir að fá þetta í gegn,“ segir Guðrún Sólveig. Þá skrifi læknarnir jafnan upp á sterkustu gerðir lyfjanna, sem að jafnaði væru aðeins notuð í alvarlegustu tilfellum. Skammtastærðirnar séu enn fremur út úr kortinu. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það kemur t.d. að þú þurfir að taka átta töflur við hausverk, fjórar töflur af öðru o.s.frv. Þú værir ekki gangandi um flugvöllinn í slíku ástandi ef þú ættir að taka það,“ segir Guðrún Sólveig. Fyrst og fremst er um að ræða lögleg lyfseðilsskyld lyf, en þó í langtum meira magni en eðlilegt er.Skipulagðar ferðir til að sækja lyfin „Þetta eru klárlega skipulagðar ferðir til að sækja þessi lyf. Við erum ekki að tala um sólarlandafarþegana sem eru að kippa þessu með sér, nema bara brot af málunum,“ segir Guðrún Sólveig. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, en enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna þess sem stendur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Það er erfitt að svara þessu, en auðvitað getur maður dregið ákveðnar ályktanir af magninu. Að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna,“ segir Ólafur Helgi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá því að Tollgæslan hefði undanfarið lagt hald á gríðarmikið magn ávana- og fíknilyfja í Leifsstöð.Sjá einnig: Ferðamenn leysa út fíknilyf á BenidormSamkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni er um að ræða um 19 þúsund töflur í ár, þar af 3.100 töflur af sterkustu gerð Oxycontins, ávanabindandi verkjalyfs sem telst til svonefndra ópíóða. Í þessari viku einni hafa komið upp þrjú mál, þar sem samtals hafa verið haldlagðar 1859 töflur. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að nánast allt efnið komi frá Spáni.Greiða læknum fyrir lyfseðla „Það eru læknar þar staðsettir sem eru að ávísa þessum lyfjum í miklu magni og það sem við höfum líka verið að fá staðfest er að þeim er greitt fyrir að gera þessa lyfseðla, og þannig ná einstaklingarnir að fá þetta í gegn,“ segir Guðrún Sólveig. Þá skrifi læknarnir jafnan upp á sterkustu gerðir lyfjanna, sem að jafnaði væru aðeins notuð í alvarlegustu tilfellum. Skammtastærðirnar séu enn fremur út úr kortinu. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það kemur t.d. að þú þurfir að taka átta töflur við hausverk, fjórar töflur af öðru o.s.frv. Þú værir ekki gangandi um flugvöllinn í slíku ástandi ef þú ættir að taka það,“ segir Guðrún Sólveig. Fyrst og fremst er um að ræða lögleg lyfseðilsskyld lyf, en þó í langtum meira magni en eðlilegt er.Skipulagðar ferðir til að sækja lyfin „Þetta eru klárlega skipulagðar ferðir til að sækja þessi lyf. Við erum ekki að tala um sólarlandafarþegana sem eru að kippa þessu með sér, nema bara brot af málunum,“ segir Guðrún Sólveig. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, en enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna þess sem stendur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Það er erfitt að svara þessu, en auðvitað getur maður dregið ákveðnar ályktanir af magninu. Að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna,“ segir Ólafur Helgi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00
Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00