Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Hersir Aron Ólafsson skrifar 6. júlí 2018 21:00 Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2 Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá því að Tollgæslan hefði undanfarið lagt hald á gríðarmikið magn ávana- og fíknilyfja í Leifsstöð.Sjá einnig: Ferðamenn leysa út fíknilyf á BenidormSamkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni er um að ræða um 19 þúsund töflur í ár, þar af 3.100 töflur af sterkustu gerð Oxycontins, ávanabindandi verkjalyfs sem telst til svonefndra ópíóða. Í þessari viku einni hafa komið upp þrjú mál, þar sem samtals hafa verið haldlagðar 1859 töflur. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að nánast allt efnið komi frá Spáni.Greiða læknum fyrir lyfseðla „Það eru læknar þar staðsettir sem eru að ávísa þessum lyfjum í miklu magni og það sem við höfum líka verið að fá staðfest er að þeim er greitt fyrir að gera þessa lyfseðla, og þannig ná einstaklingarnir að fá þetta í gegn,“ segir Guðrún Sólveig. Þá skrifi læknarnir jafnan upp á sterkustu gerðir lyfjanna, sem að jafnaði væru aðeins notuð í alvarlegustu tilfellum. Skammtastærðirnar séu enn fremur út úr kortinu. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það kemur t.d. að þú þurfir að taka átta töflur við hausverk, fjórar töflur af öðru o.s.frv. Þú værir ekki gangandi um flugvöllinn í slíku ástandi ef þú ættir að taka það,“ segir Guðrún Sólveig. Fyrst og fremst er um að ræða lögleg lyfseðilsskyld lyf, en þó í langtum meira magni en eðlilegt er.Skipulagðar ferðir til að sækja lyfin „Þetta eru klárlega skipulagðar ferðir til að sækja þessi lyf. Við erum ekki að tala um sólarlandafarþegana sem eru að kippa þessu með sér, nema bara brot af málunum,“ segir Guðrún Sólveig. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, en enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna þess sem stendur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Það er erfitt að svara þessu, en auðvitað getur maður dregið ákveðnar ályktanir af magninu. Að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna,“ segir Ólafur Helgi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá því að Tollgæslan hefði undanfarið lagt hald á gríðarmikið magn ávana- og fíknilyfja í Leifsstöð.Sjá einnig: Ferðamenn leysa út fíknilyf á BenidormSamkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni er um að ræða um 19 þúsund töflur í ár, þar af 3.100 töflur af sterkustu gerð Oxycontins, ávanabindandi verkjalyfs sem telst til svonefndra ópíóða. Í þessari viku einni hafa komið upp þrjú mál, þar sem samtals hafa verið haldlagðar 1859 töflur. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að nánast allt efnið komi frá Spáni.Greiða læknum fyrir lyfseðla „Það eru læknar þar staðsettir sem eru að ávísa þessum lyfjum í miklu magni og það sem við höfum líka verið að fá staðfest er að þeim er greitt fyrir að gera þessa lyfseðla, og þannig ná einstaklingarnir að fá þetta í gegn,“ segir Guðrún Sólveig. Þá skrifi læknarnir jafnan upp á sterkustu gerðir lyfjanna, sem að jafnaði væru aðeins notuð í alvarlegustu tilfellum. Skammtastærðirnar séu enn fremur út úr kortinu. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það kemur t.d. að þú þurfir að taka átta töflur við hausverk, fjórar töflur af öðru o.s.frv. Þú værir ekki gangandi um flugvöllinn í slíku ástandi ef þú ættir að taka það,“ segir Guðrún Sólveig. Fyrst og fremst er um að ræða lögleg lyfseðilsskyld lyf, en þó í langtum meira magni en eðlilegt er.Skipulagðar ferðir til að sækja lyfin „Þetta eru klárlega skipulagðar ferðir til að sækja þessi lyf. Við erum ekki að tala um sólarlandafarþegana sem eru að kippa þessu með sér, nema bara brot af málunum,“ segir Guðrún Sólveig. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, en enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna þess sem stendur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Það er erfitt að svara þessu, en auðvitað getur maður dregið ákveðnar ályktanir af magninu. Að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna,“ segir Ólafur Helgi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00
Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00