Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar 11. janúar 2016 10:52 Veitingastaðurinn Sbarro í Iðuhúsinu við Lækjargötu hefur verið lokaður bróðurpart árs sökum framkvæmda við fyrirhugaða opnun Hard Rock í húsinu. Leigusamningur Sbarro rennur þó ekki út fyrr en eftir fjóra mánuði. Steingrímur Bjarnason, eigandi Sbarro, segir bæði heilbrigðis- og brunavarnaeftirlitið hafa gert athugasemdir við framkvæmdir í húsinu, en þrátt fyrir það sé þeim framhaldið. „Það er búið að ganga yfir mig á skítugum skónum. Vegna iðnaðarbröltsins sem er byrjað hef ég ekki getað opnað fyrstu fimm daga ársins. Það var bara lokað niðri, en samkvæmt samkomulagi mátti bókabúðin ekki opna húsið fyrir almenningi og þá var eðlilega ekki hægt að opna Sbarro. Ég er búinn að tala við byggingafulltrúa en ég tel ósennilegt að það fáist byggingaleyfi eins og sakir standa,“ segir Steingrímur.Steingrímur er afar ósáttur við skert aðgengi að versluninni.vísir/anton brinkÓlíklegt að staðurinn verði opnaður á settum tíma Eigendur Hard Rock hyggjast opna staðinn í sumar. Aðspurður segir Steingrímur hverfandi líkur á að það takist, líkt og sakir standa. „Ég get ekki séð það gerast. Þeir segjast ætla að opna fyrir sumarið en ég hef auðvitað leyfi til að vera þarna til loka apríl og mun auðvitað vera þarna þar til mér verður hent út. Heilbrigðiseftirlitið kom fyrir helgi og var mjög ósátt. Ég á eftir að fá greinargerð sem verður mjög ítarleg. Eldvarnareftirlitið kom líka í síðustu viku og þá voru flóttaleiðir ófullnægjandi, en það er búið að bæta úr því,“ segir hann. Sbarro hóf veitingarekstur í Iðuhúsinu fyrir um einu og hálfu ári síðan. Húsnæðið var leigt af Reitum en að sögn Steingríms hefur leigusamningurinn nú verið framseldur til Hard Rock. Steingrímur segist hafa átt í viðskiptum við Reiti í um tíu ár og er afar ósáttur með þeirra vinnubrögð. „Reitir sannfærðu mig um að koma inn í Lækjargötu fyrir sextán mánuðum. Ég eyddi um það bil tíu milljónum í þennan stað og svo rifta þeir samningnum og vilja ekkert fyrir mig gera. Í nóvember síðastliðnum sögðust þeir ekki ætla að láta mig fara út með allan skaðann sjálfur, en nú hafa þeir framselt leigusamninginn og vilja ekkert með mig hafa í rauninni.“Tapið umtalsvert Hann segir töluvert fjárhagslegt tap hafa hlotist undanfarna daga. „Miðað við þá daga sem hefur verið opið í ár þá hefur salan farið um áttatíu prósent niður miðað við sömu daga í fyrra. Við ætlum að reyna að hafa opið út samningstímann og vera með frábær tilboð til að koma til móts við okkar gesti, en það gæti orðið erfitt vegna aðgengismála og væntalegra framkvæmda sem eru að hefjast,“ segir hann. Nú sé ekki hægt að nota lyftuna og því ekkert hjólastólaaðgengi. Steingrímur segist vera kominn með lögfræðing í málið og bindur vonir við að lausn finnist á deilunni sem fyrst. „Þetta er bara með ólíkindum. Algjörlega. Maður trúir því ekki að það sé verið að nota stærðina til að traðka á litla manninum,“ segir hann. Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á því að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson, sem oft er kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar, opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005. Nú er það fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino‘s á Íslandi og Joe and the Juice, sem er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Forsvarsmenn Reita vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Veitingastaðurinn Sbarro í Iðuhúsinu við Lækjargötu hefur verið lokaður bróðurpart árs sökum framkvæmda við fyrirhugaða opnun Hard Rock í húsinu. Leigusamningur Sbarro rennur þó ekki út fyrr en eftir fjóra mánuði. Steingrímur Bjarnason, eigandi Sbarro, segir bæði heilbrigðis- og brunavarnaeftirlitið hafa gert athugasemdir við framkvæmdir í húsinu, en þrátt fyrir það sé þeim framhaldið. „Það er búið að ganga yfir mig á skítugum skónum. Vegna iðnaðarbröltsins sem er byrjað hef ég ekki getað opnað fyrstu fimm daga ársins. Það var bara lokað niðri, en samkvæmt samkomulagi mátti bókabúðin ekki opna húsið fyrir almenningi og þá var eðlilega ekki hægt að opna Sbarro. Ég er búinn að tala við byggingafulltrúa en ég tel ósennilegt að það fáist byggingaleyfi eins og sakir standa,“ segir Steingrímur.Steingrímur er afar ósáttur við skert aðgengi að versluninni.vísir/anton brinkÓlíklegt að staðurinn verði opnaður á settum tíma Eigendur Hard Rock hyggjast opna staðinn í sumar. Aðspurður segir Steingrímur hverfandi líkur á að það takist, líkt og sakir standa. „Ég get ekki séð það gerast. Þeir segjast ætla að opna fyrir sumarið en ég hef auðvitað leyfi til að vera þarna til loka apríl og mun auðvitað vera þarna þar til mér verður hent út. Heilbrigðiseftirlitið kom fyrir helgi og var mjög ósátt. Ég á eftir að fá greinargerð sem verður mjög ítarleg. Eldvarnareftirlitið kom líka í síðustu viku og þá voru flóttaleiðir ófullnægjandi, en það er búið að bæta úr því,“ segir hann. Sbarro hóf veitingarekstur í Iðuhúsinu fyrir um einu og hálfu ári síðan. Húsnæðið var leigt af Reitum en að sögn Steingríms hefur leigusamningurinn nú verið framseldur til Hard Rock. Steingrímur segist hafa átt í viðskiptum við Reiti í um tíu ár og er afar ósáttur með þeirra vinnubrögð. „Reitir sannfærðu mig um að koma inn í Lækjargötu fyrir sextán mánuðum. Ég eyddi um það bil tíu milljónum í þennan stað og svo rifta þeir samningnum og vilja ekkert fyrir mig gera. Í nóvember síðastliðnum sögðust þeir ekki ætla að láta mig fara út með allan skaðann sjálfur, en nú hafa þeir framselt leigusamninginn og vilja ekkert með mig hafa í rauninni.“Tapið umtalsvert Hann segir töluvert fjárhagslegt tap hafa hlotist undanfarna daga. „Miðað við þá daga sem hefur verið opið í ár þá hefur salan farið um áttatíu prósent niður miðað við sömu daga í fyrra. Við ætlum að reyna að hafa opið út samningstímann og vera með frábær tilboð til að koma til móts við okkar gesti, en það gæti orðið erfitt vegna aðgengismála og væntalegra framkvæmda sem eru að hefjast,“ segir hann. Nú sé ekki hægt að nota lyftuna og því ekkert hjólastólaaðgengi. Steingrímur segist vera kominn með lögfræðing í málið og bindur vonir við að lausn finnist á deilunni sem fyrst. „Þetta er bara með ólíkindum. Algjörlega. Maður trúir því ekki að það sé verið að nota stærðina til að traðka á litla manninum,“ segir hann. Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á því að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson, sem oft er kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar, opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005. Nú er það fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino‘s á Íslandi og Joe and the Juice, sem er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Forsvarsmenn Reita vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28