Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar 11. janúar 2016 10:52 Veitingastaðurinn Sbarro í Iðuhúsinu við Lækjargötu hefur verið lokaður bróðurpart árs sökum framkvæmda við fyrirhugaða opnun Hard Rock í húsinu. Leigusamningur Sbarro rennur þó ekki út fyrr en eftir fjóra mánuði. Steingrímur Bjarnason, eigandi Sbarro, segir bæði heilbrigðis- og brunavarnaeftirlitið hafa gert athugasemdir við framkvæmdir í húsinu, en þrátt fyrir það sé þeim framhaldið. „Það er búið að ganga yfir mig á skítugum skónum. Vegna iðnaðarbröltsins sem er byrjað hef ég ekki getað opnað fyrstu fimm daga ársins. Það var bara lokað niðri, en samkvæmt samkomulagi mátti bókabúðin ekki opna húsið fyrir almenningi og þá var eðlilega ekki hægt að opna Sbarro. Ég er búinn að tala við byggingafulltrúa en ég tel ósennilegt að það fáist byggingaleyfi eins og sakir standa,“ segir Steingrímur.Steingrímur er afar ósáttur við skert aðgengi að versluninni.vísir/anton brinkÓlíklegt að staðurinn verði opnaður á settum tíma Eigendur Hard Rock hyggjast opna staðinn í sumar. Aðspurður segir Steingrímur hverfandi líkur á að það takist, líkt og sakir standa. „Ég get ekki séð það gerast. Þeir segjast ætla að opna fyrir sumarið en ég hef auðvitað leyfi til að vera þarna til loka apríl og mun auðvitað vera þarna þar til mér verður hent út. Heilbrigðiseftirlitið kom fyrir helgi og var mjög ósátt. Ég á eftir að fá greinargerð sem verður mjög ítarleg. Eldvarnareftirlitið kom líka í síðustu viku og þá voru flóttaleiðir ófullnægjandi, en það er búið að bæta úr því,“ segir hann. Sbarro hóf veitingarekstur í Iðuhúsinu fyrir um einu og hálfu ári síðan. Húsnæðið var leigt af Reitum en að sögn Steingríms hefur leigusamningurinn nú verið framseldur til Hard Rock. Steingrímur segist hafa átt í viðskiptum við Reiti í um tíu ár og er afar ósáttur með þeirra vinnubrögð. „Reitir sannfærðu mig um að koma inn í Lækjargötu fyrir sextán mánuðum. Ég eyddi um það bil tíu milljónum í þennan stað og svo rifta þeir samningnum og vilja ekkert fyrir mig gera. Í nóvember síðastliðnum sögðust þeir ekki ætla að láta mig fara út með allan skaðann sjálfur, en nú hafa þeir framselt leigusamninginn og vilja ekkert með mig hafa í rauninni.“Tapið umtalsvert Hann segir töluvert fjárhagslegt tap hafa hlotist undanfarna daga. „Miðað við þá daga sem hefur verið opið í ár þá hefur salan farið um áttatíu prósent niður miðað við sömu daga í fyrra. Við ætlum að reyna að hafa opið út samningstímann og vera með frábær tilboð til að koma til móts við okkar gesti, en það gæti orðið erfitt vegna aðgengismála og væntalegra framkvæmda sem eru að hefjast,“ segir hann. Nú sé ekki hægt að nota lyftuna og því ekkert hjólastólaaðgengi. Steingrímur segist vera kominn með lögfræðing í málið og bindur vonir við að lausn finnist á deilunni sem fyrst. „Þetta er bara með ólíkindum. Algjörlega. Maður trúir því ekki að það sé verið að nota stærðina til að traðka á litla manninum,“ segir hann. Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á því að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson, sem oft er kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar, opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005. Nú er það fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino‘s á Íslandi og Joe and the Juice, sem er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Forsvarsmenn Reita vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Veitingastaðurinn Sbarro í Iðuhúsinu við Lækjargötu hefur verið lokaður bróðurpart árs sökum framkvæmda við fyrirhugaða opnun Hard Rock í húsinu. Leigusamningur Sbarro rennur þó ekki út fyrr en eftir fjóra mánuði. Steingrímur Bjarnason, eigandi Sbarro, segir bæði heilbrigðis- og brunavarnaeftirlitið hafa gert athugasemdir við framkvæmdir í húsinu, en þrátt fyrir það sé þeim framhaldið. „Það er búið að ganga yfir mig á skítugum skónum. Vegna iðnaðarbröltsins sem er byrjað hef ég ekki getað opnað fyrstu fimm daga ársins. Það var bara lokað niðri, en samkvæmt samkomulagi mátti bókabúðin ekki opna húsið fyrir almenningi og þá var eðlilega ekki hægt að opna Sbarro. Ég er búinn að tala við byggingafulltrúa en ég tel ósennilegt að það fáist byggingaleyfi eins og sakir standa,“ segir Steingrímur.Steingrímur er afar ósáttur við skert aðgengi að versluninni.vísir/anton brinkÓlíklegt að staðurinn verði opnaður á settum tíma Eigendur Hard Rock hyggjast opna staðinn í sumar. Aðspurður segir Steingrímur hverfandi líkur á að það takist, líkt og sakir standa. „Ég get ekki séð það gerast. Þeir segjast ætla að opna fyrir sumarið en ég hef auðvitað leyfi til að vera þarna til loka apríl og mun auðvitað vera þarna þar til mér verður hent út. Heilbrigðiseftirlitið kom fyrir helgi og var mjög ósátt. Ég á eftir að fá greinargerð sem verður mjög ítarleg. Eldvarnareftirlitið kom líka í síðustu viku og þá voru flóttaleiðir ófullnægjandi, en það er búið að bæta úr því,“ segir hann. Sbarro hóf veitingarekstur í Iðuhúsinu fyrir um einu og hálfu ári síðan. Húsnæðið var leigt af Reitum en að sögn Steingríms hefur leigusamningurinn nú verið framseldur til Hard Rock. Steingrímur segist hafa átt í viðskiptum við Reiti í um tíu ár og er afar ósáttur með þeirra vinnubrögð. „Reitir sannfærðu mig um að koma inn í Lækjargötu fyrir sextán mánuðum. Ég eyddi um það bil tíu milljónum í þennan stað og svo rifta þeir samningnum og vilja ekkert fyrir mig gera. Í nóvember síðastliðnum sögðust þeir ekki ætla að láta mig fara út með allan skaðann sjálfur, en nú hafa þeir framselt leigusamninginn og vilja ekkert með mig hafa í rauninni.“Tapið umtalsvert Hann segir töluvert fjárhagslegt tap hafa hlotist undanfarna daga. „Miðað við þá daga sem hefur verið opið í ár þá hefur salan farið um áttatíu prósent niður miðað við sömu daga í fyrra. Við ætlum að reyna að hafa opið út samningstímann og vera með frábær tilboð til að koma til móts við okkar gesti, en það gæti orðið erfitt vegna aðgengismála og væntalegra framkvæmda sem eru að hefjast,“ segir hann. Nú sé ekki hægt að nota lyftuna og því ekkert hjólastólaaðgengi. Steingrímur segist vera kominn með lögfræðing í málið og bindur vonir við að lausn finnist á deilunni sem fyrst. „Þetta er bara með ólíkindum. Algjörlega. Maður trúir því ekki að það sé verið að nota stærðina til að traðka á litla manninum,“ segir hann. Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á því að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson, sem oft er kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar, opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005. Nú er það fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino‘s á Íslandi og Joe and the Juice, sem er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Forsvarsmenn Reita vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28