Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur mælti með því að fólk næði sér í fisk í Fiskbúð Fúsa og hafði mjög gaman af kveðjunni frá félaga sínum. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. Guðjón minntist á Fúsa þegar hann fór yfir landsliðsferil sinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn, til að mynda frábæra innkomu hans á EM 2002, og benti á að þar hefði farið leikmaður með líkama sem „fengist ekki í Bónus“. Innslagið má sjá hér að neðan. „Fúsi var eitthvað „sérstakt“. Þessi skrokkur, að vera 115-120 kg en geta samt hreyft sig eins og hann gat… það var ótrúlega gaman þegar hann var heill og leiðinlegt að hann skyldi enda í þeim meiðslum sem hann fer út á,“ sagði Guðjón. Hann hafði mjög gaman af sögu sem að Sigfús, sem síðasta haust fagnaði 20 ára edrúmennsku, rifjaði upp: „Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var byrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir meðferð. Þá var ég nú próflaus og átti í vandræðum með að komast til og frá æfingum. Við vorum þá að æfa úti um allt, úti á Nesi, í Austurbergi og Höllinni. Ég var nú alltaf sóttur heim og keyrður heim, og það var nú yfirleitt Guðjón Valur sem var að keyra mig. Þeir sátu tveir í bílnum, Einar [Örn Jónsson] og Gaui, og gengu þá undir nafninu „feður mínir“,“ sagði Sigfús léttur í bragði og beindi svo orðum sínum til Guðjóns: „Ég vil bara óska þér til hamingju með frábæran feril. það er stórkostlegt að sjá hvað þú hefur náð langt. Það var eiginlega vitað þegar þú varst að spila hvað þú myndir ná langt, ekki bara út af hæfileikunum sem þú hefur sem handboltamaður heldur aðallega út af skapgerðinni sem þú hefur. Bæði frábær keppnismaður og númer eitt, tvö og þrjú frábær persóna. Ég óska þér til hamingju með ferilinn þinn, lífið og tilveruna, og það er gaman að sjá þig kominn í hóp okkar „retired“ handboltamanna. Kær kveðja, þinn Fúsi.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja til Guðjóns frá Fúsa Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Seinni bylgjan Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. Guðjón minntist á Fúsa þegar hann fór yfir landsliðsferil sinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn, til að mynda frábæra innkomu hans á EM 2002, og benti á að þar hefði farið leikmaður með líkama sem „fengist ekki í Bónus“. Innslagið má sjá hér að neðan. „Fúsi var eitthvað „sérstakt“. Þessi skrokkur, að vera 115-120 kg en geta samt hreyft sig eins og hann gat… það var ótrúlega gaman þegar hann var heill og leiðinlegt að hann skyldi enda í þeim meiðslum sem hann fer út á,“ sagði Guðjón. Hann hafði mjög gaman af sögu sem að Sigfús, sem síðasta haust fagnaði 20 ára edrúmennsku, rifjaði upp: „Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var byrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir meðferð. Þá var ég nú próflaus og átti í vandræðum með að komast til og frá æfingum. Við vorum þá að æfa úti um allt, úti á Nesi, í Austurbergi og Höllinni. Ég var nú alltaf sóttur heim og keyrður heim, og það var nú yfirleitt Guðjón Valur sem var að keyra mig. Þeir sátu tveir í bílnum, Einar [Örn Jónsson] og Gaui, og gengu þá undir nafninu „feður mínir“,“ sagði Sigfús léttur í bragði og beindi svo orðum sínum til Guðjóns: „Ég vil bara óska þér til hamingju með frábæran feril. það er stórkostlegt að sjá hvað þú hefur náð langt. Það var eiginlega vitað þegar þú varst að spila hvað þú myndir ná langt, ekki bara út af hæfileikunum sem þú hefur sem handboltamaður heldur aðallega út af skapgerðinni sem þú hefur. Bæði frábær keppnismaður og númer eitt, tvö og þrjú frábær persóna. Ég óska þér til hamingju með ferilinn þinn, lífið og tilveruna, og það er gaman að sjá þig kominn í hóp okkar „retired“ handboltamanna. Kær kveðja, þinn Fúsi.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja til Guðjóns frá Fúsa Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00
Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30
Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða