Innlent

Flugfreyjur funda enn í Karphúsinu

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Karphúsinu fyrr í kvöld.
Frá Karphúsinu fyrr í kvöld. Vísir

Samningafundur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem fram fer í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu stendur enn yfir en fundahöld hófust í kvöld klukkan 20.

Fjallað hefur verið um kjaradeilur milli FFÍ og Icelandair undanfarið en miklum fjölda flugfreyja Icelandair var sagt upp vegna kórónuveirufaraldursins og hefur mikið ósætti ríkt undanfarna daga þar sem að langt er á milli samningsaðila.

Sjá einnig: Launafrost til 2023

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi til starfsmanna um síðustu helgi að starfsfólk Icelandair væri helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli. Mikil ólga er sögð hafa skapast á meðal flugfreyja við þau orð forstjórans.

Nokkur fjöldi flugfreyja safnaðist saman fyrir utan Karphúsið fyrr í kvöld til þess að sýna samningamönnum sínum stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×