Sprengingar skelfa Lundúnabúa 13. október 2005 19:33 Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að mikið af sönnunargögnum hefðu fundist sem líkleg væru til að vísa lögreglunni á þá sem að tilræðunum stóðu. Sprengingarnar urðu nærri samtímis í þremur jarðlestum og einum strætisvagni, sú fyrsta klukkan 12:38 að staðartíma og hinar innan næsta hálftíma. Þeim svipaði þannig mjög til mannskæðu sjálfsmorðssprengjutilræðanna 7. júlí, nema hvað aflið í sprengingunum var að þessu sinni mun minna en þá. Eins og gefur að skilja voru Lundúnabúar slegnir en borgarlífið var þó fljótt að komast aftur í sinn vanagang. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, vildi ekki segja af eða á um það hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins strax í gær. En hann sagði augsýnilegt að tilgangur tilræðismannanna hefði verið að valda dauðsföllum. Hann sagði ennfremur að ekki væri ljóst hvort nokkur bein tengsl væru milli þessara nýjustu og 7. júlí-tilræðanna. Fólk sem var statt í jarðlestarstöðvunum þremur, Warren Street, Oval og Shepherd's Bush, flúði þaðan í skelfingu er sprengingarnar urðu. Lögregla girti stöðvarnar og nágrenni þeirra af og umferð stöðvaðist um þær þrjár jarðlestaleiðir sem lágu um þessar stöðvar. Sprengingin í strætisvagninum varð á Hackney Road í austurhluta borgarinnar, en hún þeytti rúðum úr honum. Vopnuð lögreglusveit stormaði inn í University College-sjúkrahúsið, sem er rétt við Warren Street-stöðina, skömmu eftir að særður maður var borinn þangað inn. Sky-fréttasjónvarpsstöðin sagði frá því að lögreglan leitaði manns í blárri skyrtu sem vírar hefðu sést standa út úr. Sérfræðingar í hryðjuverkamálum voru hikandi við að fullyrða að tengsl væru milli hryðjuverkanna nú og fyrir hálfum mánuði. Að sögn AP-fréttastofunnar segja sumir að hermikrákur gætu hafa verið að verki í gær, en aðrir að hópur tengdur þeim sem framdi fyrra hryðjuverkið bæri ábyrgð á þessu nýjasta. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að mikið af sönnunargögnum hefðu fundist sem líkleg væru til að vísa lögreglunni á þá sem að tilræðunum stóðu. Sprengingarnar urðu nærri samtímis í þremur jarðlestum og einum strætisvagni, sú fyrsta klukkan 12:38 að staðartíma og hinar innan næsta hálftíma. Þeim svipaði þannig mjög til mannskæðu sjálfsmorðssprengjutilræðanna 7. júlí, nema hvað aflið í sprengingunum var að þessu sinni mun minna en þá. Eins og gefur að skilja voru Lundúnabúar slegnir en borgarlífið var þó fljótt að komast aftur í sinn vanagang. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, vildi ekki segja af eða á um það hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins strax í gær. En hann sagði augsýnilegt að tilgangur tilræðismannanna hefði verið að valda dauðsföllum. Hann sagði ennfremur að ekki væri ljóst hvort nokkur bein tengsl væru milli þessara nýjustu og 7. júlí-tilræðanna. Fólk sem var statt í jarðlestarstöðvunum þremur, Warren Street, Oval og Shepherd's Bush, flúði þaðan í skelfingu er sprengingarnar urðu. Lögregla girti stöðvarnar og nágrenni þeirra af og umferð stöðvaðist um þær þrjár jarðlestaleiðir sem lágu um þessar stöðvar. Sprengingin í strætisvagninum varð á Hackney Road í austurhluta borgarinnar, en hún þeytti rúðum úr honum. Vopnuð lögreglusveit stormaði inn í University College-sjúkrahúsið, sem er rétt við Warren Street-stöðina, skömmu eftir að særður maður var borinn þangað inn. Sky-fréttasjónvarpsstöðin sagði frá því að lögreglan leitaði manns í blárri skyrtu sem vírar hefðu sést standa út úr. Sérfræðingar í hryðjuverkamálum voru hikandi við að fullyrða að tengsl væru milli hryðjuverkanna nú og fyrir hálfum mánuði. Að sögn AP-fréttastofunnar segja sumir að hermikrákur gætu hafa verið að verki í gær, en aðrir að hópur tengdur þeim sem framdi fyrra hryðjuverkið bæri ábyrgð á þessu nýjasta.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira