Segir samkeppni hafa minnkað 13. október 2005 19:15 Flugfargjöld hafa hækkað um fimmtung frá því fyrra. Það staðhæfir Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir að allt útlit sé fyrir að samkeppnin hafi minnkað og flugfélögin geri lítið til að bjóða neytendum betri kjör. Helgi Jóhannsson segir að innkoma Iceland Express hafi breytt mjög miklu í upphafi en núna virðist hafa dregið saman með félögunum. Ef flugfargjöld milli ára séu borin saman geti enginn þrætt fyrir það að þau hafi hækkað. Sumferðir kaupi ferðir bæði aðra leiðina og báðar og ef menn beri saman reikningana þá hafi sannarlega orðið hækkun. Helgi segir að almenn fargjöld hafi hækkað mun meira en önnur og fólk finni fyrir því. Þá sé ekki greinileg samkeppni. Honum finnist það ótrúlega skemmitleg tilviljun hvað verðið hafi hækkað hjá Iceland Express og Icelandair í svipuðum takti. Það geti vel verið að það sé tilviljunin ein sem ráði því en þetta veki að minnsta kosti athygli. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir að flugmiðar hafi almennt hækkað vegna hærra olíuverðs. Þá sé dýrara að panta með skömmum fyrirvara. Aðspuður hvort úti sé um samkeppnina segir Birgir að því fari fjarri. Hann hvetji alla sem hafi áhuga á málinu að kíkja á heimasíðu félagsins og skoða vetrarfargjöldin. Þá séu ekki nema þrír mánuðir síðan starfsmenn Flugleiða hafi klippt út auglýsingar félagsins í erlendum miðlum og það sýni berlega að samkeppnin sé enn fyrir hendi. Aðspurður hvort fargjöld hafi hækkað um fimmtung, eins og framkvæmdastjóri Sumarferða haldi fram, segir Birgir að fargjöldin hafi ekki hækkað um það ein og sér. Á sama tíma á þessu ári hafi olíuverð hækkað um 35 prósent. Þá hafi Íslendingar ferðast talsvert meira en áður og þar af leiðandi hafi eftirspurnin verið meiri en framboðið sé stöðugt. Fólk sem kaupi með stuttum fyrirvara greiði hlutfallslega hærri fargjöld en það gerði á sama tíma í fyrra. Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Flugfargjöld hafa hækkað um fimmtung frá því fyrra. Það staðhæfir Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir að allt útlit sé fyrir að samkeppnin hafi minnkað og flugfélögin geri lítið til að bjóða neytendum betri kjör. Helgi Jóhannsson segir að innkoma Iceland Express hafi breytt mjög miklu í upphafi en núna virðist hafa dregið saman með félögunum. Ef flugfargjöld milli ára séu borin saman geti enginn þrætt fyrir það að þau hafi hækkað. Sumferðir kaupi ferðir bæði aðra leiðina og báðar og ef menn beri saman reikningana þá hafi sannarlega orðið hækkun. Helgi segir að almenn fargjöld hafi hækkað mun meira en önnur og fólk finni fyrir því. Þá sé ekki greinileg samkeppni. Honum finnist það ótrúlega skemmitleg tilviljun hvað verðið hafi hækkað hjá Iceland Express og Icelandair í svipuðum takti. Það geti vel verið að það sé tilviljunin ein sem ráði því en þetta veki að minnsta kosti athygli. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir að flugmiðar hafi almennt hækkað vegna hærra olíuverðs. Þá sé dýrara að panta með skömmum fyrirvara. Aðspuður hvort úti sé um samkeppnina segir Birgir að því fari fjarri. Hann hvetji alla sem hafi áhuga á málinu að kíkja á heimasíðu félagsins og skoða vetrarfargjöldin. Þá séu ekki nema þrír mánuðir síðan starfsmenn Flugleiða hafi klippt út auglýsingar félagsins í erlendum miðlum og það sýni berlega að samkeppnin sé enn fyrir hendi. Aðspurður hvort fargjöld hafi hækkað um fimmtung, eins og framkvæmdastjóri Sumarferða haldi fram, segir Birgir að fargjöldin hafi ekki hækkað um það ein og sér. Á sama tíma á þessu ári hafi olíuverð hækkað um 35 prósent. Þá hafi Íslendingar ferðast talsvert meira en áður og þar af leiðandi hafi eftirspurnin verið meiri en framboðið sé stöðugt. Fólk sem kaupi með stuttum fyrirvara greiði hlutfallslega hærri fargjöld en það gerði á sama tíma í fyrra.
Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira