Uppröðun listans helsta hindrunin 13. október 2005 19:15 Skoðanamunur á því hvernig eigi að standa að vali fulltrúa á framboðslista R-listans fyrir borgarstjórnarkosningar að ári eru helsti þröskuldurinn í vegi þess að flokkarnir sem að listanum standa nái saman. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa engar alvarlegar deilur komið upp í málefnaumræðum flokkanna hingað til og virðist ljóst að ef upp úr samstarfi flokkanna slitnar, þá verður það vegna ágreinings um skipan listans. Samfylkingin hefur lagt fram tillögu í viðræðunum þess efnis að listinn verði valinn í opnu prófkjöri, þannig verði þess best gætt að borgabúar komi beint að því að velja fulltrúa sína í borgarstjórn. Fulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa ekki hafnað þessum hugmyndum en flokkarnir eru þó efins um að galopið prófkjör sé rétta leiðin. Þeir vilja halda í jafnræðisreglu flokkanna sem stuðst hefur verið við frá upphafi; hver flokkur eigi minnst tvö örugg sæti á listanum en flokkunum eigi að vera í sjálfsvald sett hvernig þeir velja fulltrúa sína á listann. Jafnræðisreglan gengur reyndar út frá því að óháðir eigi tvö sæti á listanum en eftir því sem næst verður komist er vilji til þess innan raða Vinstri grænna og Framsóknarmanna að endurskoða þann þátt í skipan listans. Það byggist fyrst og fremst á því að upphaflega voru þessi sæti tekin frá vegna Ingibjargar Sólrúnar en nú sé ekki lengur sterkum einstaklingi sem henni til að dreifa í röðum óháðra. Val á borgarstjóraefni er einnig nokkuð sem flokkarnir eiga eftir að koma sér saman um og meðal annars hafa Vinstri grænir viðrað þá hugmynd að flokkurinn sem fær borgarstjórasætið í sinn hlut, fái aðeins tvö sæti á listanum, hinir flokkarnir fái þrjú hvor. Ólíklegt er þó talið að þessi hugmynd hljóti brautargengi, sérstaklega ekki innan Samfylkingarinnar, því ýmsir innan hennar vilja að flokkurinn njóti betur þeirrar sterku stöðu sem flokkurinn hefur í höfuðborginni eftir síðustu Alþingiskosningar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Skoðanamunur á því hvernig eigi að standa að vali fulltrúa á framboðslista R-listans fyrir borgarstjórnarkosningar að ári eru helsti þröskuldurinn í vegi þess að flokkarnir sem að listanum standa nái saman. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa engar alvarlegar deilur komið upp í málefnaumræðum flokkanna hingað til og virðist ljóst að ef upp úr samstarfi flokkanna slitnar, þá verður það vegna ágreinings um skipan listans. Samfylkingin hefur lagt fram tillögu í viðræðunum þess efnis að listinn verði valinn í opnu prófkjöri, þannig verði þess best gætt að borgabúar komi beint að því að velja fulltrúa sína í borgarstjórn. Fulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa ekki hafnað þessum hugmyndum en flokkarnir eru þó efins um að galopið prófkjör sé rétta leiðin. Þeir vilja halda í jafnræðisreglu flokkanna sem stuðst hefur verið við frá upphafi; hver flokkur eigi minnst tvö örugg sæti á listanum en flokkunum eigi að vera í sjálfsvald sett hvernig þeir velja fulltrúa sína á listann. Jafnræðisreglan gengur reyndar út frá því að óháðir eigi tvö sæti á listanum en eftir því sem næst verður komist er vilji til þess innan raða Vinstri grænna og Framsóknarmanna að endurskoða þann þátt í skipan listans. Það byggist fyrst og fremst á því að upphaflega voru þessi sæti tekin frá vegna Ingibjargar Sólrúnar en nú sé ekki lengur sterkum einstaklingi sem henni til að dreifa í röðum óháðra. Val á borgarstjóraefni er einnig nokkuð sem flokkarnir eiga eftir að koma sér saman um og meðal annars hafa Vinstri grænir viðrað þá hugmynd að flokkurinn sem fær borgarstjórasætið í sinn hlut, fái aðeins tvö sæti á listanum, hinir flokkarnir fái þrjú hvor. Ólíklegt er þó talið að þessi hugmynd hljóti brautargengi, sérstaklega ekki innan Samfylkingarinnar, því ýmsir innan hennar vilja að flokkurinn njóti betur þeirrar sterku stöðu sem flokkurinn hefur í höfuðborginni eftir síðustu Alþingiskosningar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira