Kanadíski bakvörðurinn Paul Stalteri er búinn að skrifa undir samning við Borussia Mönchengladbach, botnlið þýsku úrvalsdeildarinnar.
Stalteri er 31. árs og var leystur undan samningi við Tottenham á dögunum.
Stalteri lék með Werder Bremen áður en hann gekk í raðir Tottenham árið 2005. Á síðasta tímabili var hann lánaður frá Tottenham til Fulham.