Alonso vann á sextíu ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari 10. júlí 2011 18:51 Fernando Alonso fagnar sigrinum á Silverstone í dag með liðsfélögum sínum hjá Ferrari. AP mynd: Tom Hevezi Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Alonso var stoltur af sigrinum í dag og sá við Sebastian Vettel í spennandi keppni og telur að Ferrari sé orðið öflugra en áður. Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og er hann með 112 stig, Mark Webber á Red Bull er með 124, en Vettel er efstur sem fyrr með 204 stig eftir að hafa náð öðru sæti í dag á eftir Alonso. Vettel er með 80 stiga forskot á Webber eftir fyrstu níu mót ársins. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi hvort það hefði ekki verið vel við hæfi að fagna 60 ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari með sigri í dag. „Tvímælalaust. Ég keyrði tvo hringi á bílnum (sem Gonzales vann á fyrir 60 árum) og hann er hluti af sögu Ferrari, sem hefur verið í Formúlu 1 samfleytt í 60 ár og vann á þessum bíl fyrir 60 árum með Froilan. Svo lítur sigur dagsins ljós í dag á sömu braut með samskonar ástríðu innan liðsins og á rauðum bíl. Ég er stoltur af liðinu og hvernig við höfum bætt okkur", sagði Alonso sem telur sig hafa betri bíl í dag en í fyrstu mótum ársins. „Fyrir þremur eða fjórum mótum síðan vorum við 1.5 sekúndum á eftir (toppbílunum í einstökum hring) og núna vorum við í forystu og jukum bilið í keppinautanna, þannig að liðið hefur bætt sig og þetta er sérstakur dagur. Öll mót eru sérstök, en að vinna á sögulegum stað á þessari frábæru braut, Silverstone, með Formúlu 1 hefðina og söguna gerir þetta enn merkilegra", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sigur Fernando Alonso á Silverstone brautinni í dag var kærkominn fyrir Ferrari liðið sem hafði ekki unnið mót á árinu, en fyrir 60 árum vann Ferrari fyrsta sigurinn í Formúlu 1 á Silverstone. Þá vann Jose Froilan Gonzalez á Ferrari, en Alonso keyrði einmitt keppnisbíl hans í sýningarakstri í morgun nokkru áður en kappaksturinn hófst. Alonso var stoltur af sigrinum í dag og sá við Sebastian Vettel í spennandi keppni og telur að Ferrari sé orðið öflugra en áður. Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna og er hann með 112 stig, Mark Webber á Red Bull er með 124, en Vettel er efstur sem fyrr með 204 stig eftir að hafa náð öðru sæti í dag á eftir Alonso. Vettel er með 80 stiga forskot á Webber eftir fyrstu níu mót ársins. Alonso var spurður að því á fréttamannafundi hvort það hefði ekki verið vel við hæfi að fagna 60 ára afmæli fyrsta sigurs Ferrari með sigri í dag. „Tvímælalaust. Ég keyrði tvo hringi á bílnum (sem Gonzales vann á fyrir 60 árum) og hann er hluti af sögu Ferrari, sem hefur verið í Formúlu 1 samfleytt í 60 ár og vann á þessum bíl fyrir 60 árum með Froilan. Svo lítur sigur dagsins ljós í dag á sömu braut með samskonar ástríðu innan liðsins og á rauðum bíl. Ég er stoltur af liðinu og hvernig við höfum bætt okkur", sagði Alonso sem telur sig hafa betri bíl í dag en í fyrstu mótum ársins. „Fyrir þremur eða fjórum mótum síðan vorum við 1.5 sekúndum á eftir (toppbílunum í einstökum hring) og núna vorum við í forystu og jukum bilið í keppinautanna, þannig að liðið hefur bætt sig og þetta er sérstakur dagur. Öll mót eru sérstök, en að vinna á sögulegum stað á þessari frábæru braut, Silverstone, með Formúlu 1 hefðina og söguna gerir þetta enn merkilegra", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira