Donald tryggði sér 100 milljónir kr. með öruggum sigri í Skotlandi 10. júlí 2011 23:30 Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Nordic Photos/Getty Images Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök. Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni í febrúar og í maí sigraði hann á BMW-meistaramótinu á hinum sögufræga Wentworth golfvelli. Hinn 33 ára gamli Donald var fjórum höggum betri en Svíinn Fredrik Andersson Hed sem lék besta hring mótsins í dag en hann lék á 62 höggum eða – 10. Andersson Hed rétt náði að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi og hann náði því að bæta stöðu sína gríðarlega með frábærum lokahring. Donald hefur aldrei leikið á betra skori á Evrópumótaröðinni en hann lék í skoskum „tartan" buxum en það gerði hann til þess að heiðra föður sinn sem er fæddur í Skotlandi Eins og áður segir hefst opna breska meistaramótið á fimmtudaginn á Sandwich vellinum en Donald hefur aldrei sigrað á stórmóti. Keppnishaldið fór úr skorðum í Skotlandi þar sem að gríðarleg úrkoma var á öðrum keppnisdegi mótsins. Mótsstjórnin tók ákvörðun um að stytta mótið í 54 holur. Fyrir sigurinn fékk Donald um 100 milljónir kr. Donald náði að auka forskot sitt í efsta sæti heimslistans þar sem að landi hans Lee Westwood endaði í 14. sæti en hann er annar á heimslistanum. Scott Jamieson, nýliði á mótaröðinni, náði að tryggja sér keppnisrétt á opna breska meistaramótiun með því að ná þriðja sætinu á þessu móti. Hann setti niður pútt á lokaholunni fyrir fugli sem tryggði honum farseðil á opna breska. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök. Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni í febrúar og í maí sigraði hann á BMW-meistaramótinu á hinum sögufræga Wentworth golfvelli. Hinn 33 ára gamli Donald var fjórum höggum betri en Svíinn Fredrik Andersson Hed sem lék besta hring mótsins í dag en hann lék á 62 höggum eða – 10. Andersson Hed rétt náði að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi og hann náði því að bæta stöðu sína gríðarlega með frábærum lokahring. Donald hefur aldrei leikið á betra skori á Evrópumótaröðinni en hann lék í skoskum „tartan" buxum en það gerði hann til þess að heiðra föður sinn sem er fæddur í Skotlandi Eins og áður segir hefst opna breska meistaramótið á fimmtudaginn á Sandwich vellinum en Donald hefur aldrei sigrað á stórmóti. Keppnishaldið fór úr skorðum í Skotlandi þar sem að gríðarleg úrkoma var á öðrum keppnisdegi mótsins. Mótsstjórnin tók ákvörðun um að stytta mótið í 54 holur. Fyrir sigurinn fékk Donald um 100 milljónir kr. Donald náði að auka forskot sitt í efsta sæti heimslistans þar sem að landi hans Lee Westwood endaði í 14. sæti en hann er annar á heimslistanum. Scott Jamieson, nýliði á mótaröðinni, náði að tryggja sér keppnisrétt á opna breska meistaramótiun með því að ná þriðja sætinu á þessu móti. Hann setti niður pútt á lokaholunni fyrir fugli sem tryggði honum farseðil á opna breska.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira