Ronaldo handtekinn

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur verið handtekinn og færður til yfirheyrslu vegna gruns um nauðgun. Forráðamenn Manchester United hafa enn ekki tjáð sig um málið, sem er í rannsókn. Konan sem kærði nauðgunina til lögreglu, heldur því fram að atburðurinn hafi átt sér stað í íbúð á Sanderson hótelinu í London þann 2. október síðastliðinn, en búist er við að Ronaldo neiti öllum sakargiftum í málinu. Annar maður á þrítugsaldri hefur einnig verið yfirheyrður vegna málsins, en kærurnar á hendur Ronaldo eru sagðar koma frá tveimur konum. Enn hefur ekki komið út yfirlýsing frá Manchester United eða Ronaldo sjálfum.