Viðskipti innlent

P. Samúelsson líklega selt

Fyrirtækið Páll Samúelsson, sem meðal annars selur Toyota-bifreiðar, verður að öllum líkindum selt á næstunni en ýmsir aðilar hafa sýnt fyrirtækinu áhuga að undanförnu. Framkvæmdastjóri P. Samúelssonar, Úlfar Steindórsson, vildi ekki staðfesta hvort einhverjir hefðu boðið í fyrirtækið en samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa ýmsir sýnt því áhuga. Úlfar segir fjölskylduna vera að skoða málið en Toyota hefur gengið mjög vel á undanförnum árum og er séð fram á að 4400 bílar seljist í ár sem yrði metsala frá upphafi og því kjörtími til sölu. P. Samúelsson varð 35 ára 17. júní síðastliðinn og hefur félagið verið í eigu fjölskyldunnar frá upphafi. Verðmiðinn á fyrirtækinu fæst ekki gefinn upp en Úlfar segist þó hafa þá tilfinningu að málið snúist frekar um hvort vilji sé innan fjölskyldunnar til að halda rekstrinum áfram frekar en að málið snúist um peninga. Fjölskyldan sé nú að hugsa sinn gang.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×