Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 14:13 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málið enn vera til skoðunar. Vísir/Arnar Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fari í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi: landlæknir, sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skulu vera í sóttkví og hverjir ekki.“ Málið áfram til skoðunar Hann segir að sóttkvíarlögin byggi á þessu og það sé almennt ákvörðun þeirra áðurnefndu sem gildi. Málið sé þó áfram til skoðunar hjá ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu að breyta því en við erum alltaf að fylgjast með. Við erum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að skoða þessa dagana.“ Sjá einnig: Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Ásmundur segir meðal annars vera litið til hinna Norðurlandanna í þessum efnum. „Að mér best að vitandi hafa þau ekki verið að stíga inn í með þessum hætti en eins og ég segi þetta er alltaf í eilífri skoðun.“ Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Segir þetta skjóta skökku við Í liðinni viku ræddi fréttastofan við Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Hún hafði þá haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví. Þórdís sagði það skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem væru í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum heilbrigðisyfirvalda fengu ekki tryggð laun. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun og því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Umhyggja - félag langveikra barna hefur jafnframt skorað á stjórnvöld að þau tryggi að umrædd löggjöf nái einnig til foreldra langveikra barna í verndarsóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fari í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi: landlæknir, sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skulu vera í sóttkví og hverjir ekki.“ Málið áfram til skoðunar Hann segir að sóttkvíarlögin byggi á þessu og það sé almennt ákvörðun þeirra áðurnefndu sem gildi. Málið sé þó áfram til skoðunar hjá ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu að breyta því en við erum alltaf að fylgjast með. Við erum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að skoða þessa dagana.“ Sjá einnig: Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Ásmundur segir meðal annars vera litið til hinna Norðurlandanna í þessum efnum. „Að mér best að vitandi hafa þau ekki verið að stíga inn í með þessum hætti en eins og ég segi þetta er alltaf í eilífri skoðun.“ Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Segir þetta skjóta skökku við Í liðinni viku ræddi fréttastofan við Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Hún hafði þá haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví. Þórdís sagði það skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem væru í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum heilbrigðisyfirvalda fengu ekki tryggð laun. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun og því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Umhyggja - félag langveikra barna hefur jafnframt skorað á stjórnvöld að þau tryggi að umrædd löggjöf nái einnig til foreldra langveikra barna í verndarsóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira