Slaka á takmörkunum þrátt fyrir að ná ekki eigin skilyrðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 11:40 Kona skannar hitastig farþega á flugvelli í Róm. AP/Andrew Medichini Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram. Virðist það eiga sérstaklega við ríki sem hafa orðið verulega illa úti vegna nýju kóronuveirunnar. Sérfræðingar hafa víða og ítrekað varað við því að fara of geyst í þessum málum. Ríkisstjórn Ítalíu hét því að dreifa milljónum andlitsgríma í apótek landsins, að taka 150 þúsund mótefnapróf og að gefa út rakningarapp. Ekkert hefur orðið af þessu en þrátt fyrir það heldur opnun Ítalíu áfram. AP fréttaveitan hefur eftir Domenico Arcuri, sem er einn af stjórnendum Almannavarna Ítalíu, að Ítalir viti hvernig þeir eigi að verja sig, jafnvel þó próf, grímur eða rakning séu til staðar. Rakning Frakka í uppnámi Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að „vernda, prófa og rekja“ alla þá sem koma nærri kórónuveirunni. Sú áætlun beið þó hnekki í gær þegar Hæstiréttur Frakklands setti út á ætlanir ríkisins varðandi rakningu og skipaði ríkinu að vernda persónuupplýsingar betur. Rakningarlögin, sem tóku gildi í gær fólu í sér að rakningarteymi yfirvalda deildu upplýsingum um sjúklinga á vefþjóni í eigu ríkisins, hvort sem viðkomandi sjúklingar samþykktu það eða ekki. Þar að auki hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að Frakkar framkvæmi minnst 700 þúsund próf á viku. Undanfarið hafa þau þó ekki verið fleiri en 200 til 270 þúsund á viku. Skólar voru opnaðir í Frakklandi í vikunni en þrátt fyrir mikinn viðbúnað, grímur, sótthreinsiefni og tveggja metra reglur, óttast kennarar að það dugi ekki til. Erfitt sé að tryggja öryggi bæði nemenda og kennara. Samkvæmt frétt France24 hafa borist fregnir af því að skólum hafi ekki borist sá hlífðarbúnaður sem þeir hafi átt að fá. Ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins Á Bretlandi hefur tekist að fjölga prófum verulega en rakning smitrakning hefur ekki farið eins og til stóð. Hætta þurfti rakningu þegar kórónuveiran var í hvað mestri dreifingu á Bretlandi og vinna yfirvöld þar nú að því að því að ráða þúsundir í rakningarteymi ríkisins. Fólk er byrjað að mæta aftur til vinnu og í London hafa íbúar áhyggjur af ástandinu í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Farþegar segja ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins varðandi félagasforðun. Í samtali við BBC segir einn farþegi að mikill minnihluti fólks í lestum London hafi verið með grímur. Viðkomandi sagðist óttast aðra bylgju faraldursins þar í landi. Vilja bjarga ferðaþjónustu Evrópu Forsvarsmenn Evrópu stefna nú að því að opna landamæri Evrópuríkja til að reyna að bjarga ferðaþjónustu heimsálfunnar og þá sérstaklega í suðurhluta Evrópu. Blaðamenn Guardian hafa séð drög að tillögu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að opna eigi ríki sem virðist hafa náð tökum á faraldrinum og hafi getu til að bregðast við nýjum tilfellum sem kunna að skjóta upp kollinum. Ferðaþjónusta samsvarar um tíu prósentum af hagkerfi ESB og er sérstaklega mikilvæg ríkjum eins og Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Grikkir hafa komið tiltölulega vel út úr baráttunni við Covid-19 og sjá færi á að opna landið fyrir ferðamönnum á næstunni og þá sérstaklega frá ríkjum sem talin eru örugg. Harry Theoharis, ferðamálaráðherra Grikklands, sagði í gær að ríkisstjórn landsins stefndi að því að semja við önnur ríki um opnun landamæra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ítalía Frakkland Spánn Bretland Grikkland Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram. Virðist það eiga sérstaklega við ríki sem hafa orðið verulega illa úti vegna nýju kóronuveirunnar. Sérfræðingar hafa víða og ítrekað varað við því að fara of geyst í þessum málum. Ríkisstjórn Ítalíu hét því að dreifa milljónum andlitsgríma í apótek landsins, að taka 150 þúsund mótefnapróf og að gefa út rakningarapp. Ekkert hefur orðið af þessu en þrátt fyrir það heldur opnun Ítalíu áfram. AP fréttaveitan hefur eftir Domenico Arcuri, sem er einn af stjórnendum Almannavarna Ítalíu, að Ítalir viti hvernig þeir eigi að verja sig, jafnvel þó próf, grímur eða rakning séu til staðar. Rakning Frakka í uppnámi Yfirvöld Frakklands hafa heitið því að „vernda, prófa og rekja“ alla þá sem koma nærri kórónuveirunni. Sú áætlun beið þó hnekki í gær þegar Hæstiréttur Frakklands setti út á ætlanir ríkisins varðandi rakningu og skipaði ríkinu að vernda persónuupplýsingar betur. Rakningarlögin, sem tóku gildi í gær fólu í sér að rakningarteymi yfirvalda deildu upplýsingum um sjúklinga á vefþjóni í eigu ríkisins, hvort sem viðkomandi sjúklingar samþykktu það eða ekki. Þar að auki hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heitið því að Frakkar framkvæmi minnst 700 þúsund próf á viku. Undanfarið hafa þau þó ekki verið fleiri en 200 til 270 þúsund á viku. Skólar voru opnaðir í Frakklandi í vikunni en þrátt fyrir mikinn viðbúnað, grímur, sótthreinsiefni og tveggja metra reglur, óttast kennarar að það dugi ekki til. Erfitt sé að tryggja öryggi bæði nemenda og kennara. Samkvæmt frétt France24 hafa borist fregnir af því að skólum hafi ekki borist sá hlífðarbúnaður sem þeir hafi átt að fá. Ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins Á Bretlandi hefur tekist að fjölga prófum verulega en rakning smitrakning hefur ekki farið eins og til stóð. Hætta þurfti rakningu þegar kórónuveiran var í hvað mestri dreifingu á Bretlandi og vinna yfirvöld þar nú að því að því að ráða þúsundir í rakningarteymi ríkisins. Fólk er byrjað að mæta aftur til vinnu og í London hafa íbúar áhyggjur af ástandinu í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Farþegar segja ómögulegt að fylgja viðmiðum ríkisins varðandi félagasforðun. Í samtali við BBC segir einn farþegi að mikill minnihluti fólks í lestum London hafi verið með grímur. Viðkomandi sagðist óttast aðra bylgju faraldursins þar í landi. Vilja bjarga ferðaþjónustu Evrópu Forsvarsmenn Evrópu stefna nú að því að opna landamæri Evrópuríkja til að reyna að bjarga ferðaþjónustu heimsálfunnar og þá sérstaklega í suðurhluta Evrópu. Blaðamenn Guardian hafa séð drög að tillögu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að opna eigi ríki sem virðist hafa náð tökum á faraldrinum og hafi getu til að bregðast við nýjum tilfellum sem kunna að skjóta upp kollinum. Ferðaþjónusta samsvarar um tíu prósentum af hagkerfi ESB og er sérstaklega mikilvæg ríkjum eins og Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Grikkir hafa komið tiltölulega vel út úr baráttunni við Covid-19 og sjá færi á að opna landið fyrir ferðamönnum á næstunni og þá sérstaklega frá ríkjum sem talin eru örugg. Harry Theoharis, ferðamálaráðherra Grikklands, sagði í gær að ríkisstjórn landsins stefndi að því að semja við önnur ríki um opnun landamæra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Ítalía Frakkland Spánn Bretland Grikkland Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira