ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 11:03 Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula Von der Leyen og Didier Reynders sem hefur málefni dómstóla og neytenda á sinni könnu innan framkvæmdastjórnarinnar. EPA/OLIVIER HOSLET Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður, óski þeir þess. Ekki sé heimilt að veita þeim aðeins inneignarnótu sem þó stendur til að gera að meira aðlaðandi valkosti. „Evrópskir neytendur geta verið fullvissir um það að framkvæmdastjórnin mun ekki grafa undan endurgreiðsluréttindum þeirra vegna ferðalaga,“ segir Didier Reynders sem hefur neytendamál á sinni könnu hjá framkvæmdastjórninni. ESB hefur verið undir miklum þrýstingi frá flugfélögum um alla álfuna sem hafa ekki sagst geta endurgreitt farþegum sínum vegna þeirra fjölda ferða sem felldar hafa verið niður í kórónuveirufaraldrinum. Gengið hafi á lausafé flugfélagana sem geti því ekki lengur nálgast fjármuni til að greiða farþegum. Að þeirra mati væri heillavænlegra að gefa bara út inneignarnótur sem farþegar geta innleyst þegar betur árar. Farþegar hafa þó margir verið ragir við að þiggja boðið enda hafa þeir litla vissu um að flugfélög lifi faraldurinn af. Hægt verði að fá inneignarnótur endurgreiddar Haft er eftir fyrrnefndum Reynders í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér í dag að ekki standi til að hvika frá endurgreiðslureglum, þrátt fyrir harmakvein flugfélaganna. Ætlunin sé jafnframt að gera inneignarnótur að girnilegri kosti fyrir neytendur. Inneignarnóturnar muni þannig njóta gjaldþrotaverndar, þannig að hægt verði að nota þær þó svo að flugfélagið eða ferðaskrifstofan sem verslað var við fari í þrot. Séu þær ekki nýttar í eitt ár eftir útgáfu geti neytandinn farið fram á að fá peninga í staðinn. Inneignarnóturnar eigi að vera sveigjanlegar og framseljanlegar. Yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar má nálgast í heild sinni hér. Þar er jafnframt drepið á úrræðum sem eiga að styrkja lausafjárstöðu ferðaþjónustufyrirtækja - ekki síst til að tryggja að þau geti uppfyllt fyrrnefndar endurgreiðslur. Að sama skapi má þar sjá hvernig framkvæmdastjórnin ætlar sér að vinda ofan af ferðatakmörkunum í álfunni. Neytendur Evrópusambandið Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður, óski þeir þess. Ekki sé heimilt að veita þeim aðeins inneignarnótu sem þó stendur til að gera að meira aðlaðandi valkosti. „Evrópskir neytendur geta verið fullvissir um það að framkvæmdastjórnin mun ekki grafa undan endurgreiðsluréttindum þeirra vegna ferðalaga,“ segir Didier Reynders sem hefur neytendamál á sinni könnu hjá framkvæmdastjórninni. ESB hefur verið undir miklum þrýstingi frá flugfélögum um alla álfuna sem hafa ekki sagst geta endurgreitt farþegum sínum vegna þeirra fjölda ferða sem felldar hafa verið niður í kórónuveirufaraldrinum. Gengið hafi á lausafé flugfélagana sem geti því ekki lengur nálgast fjármuni til að greiða farþegum. Að þeirra mati væri heillavænlegra að gefa bara út inneignarnótur sem farþegar geta innleyst þegar betur árar. Farþegar hafa þó margir verið ragir við að þiggja boðið enda hafa þeir litla vissu um að flugfélög lifi faraldurinn af. Hægt verði að fá inneignarnótur endurgreiddar Haft er eftir fyrrnefndum Reynders í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér í dag að ekki standi til að hvika frá endurgreiðslureglum, þrátt fyrir harmakvein flugfélaganna. Ætlunin sé jafnframt að gera inneignarnótur að girnilegri kosti fyrir neytendur. Inneignarnóturnar muni þannig njóta gjaldþrotaverndar, þannig að hægt verði að nota þær þó svo að flugfélagið eða ferðaskrifstofan sem verslað var við fari í þrot. Séu þær ekki nýttar í eitt ár eftir útgáfu geti neytandinn farið fram á að fá peninga í staðinn. Inneignarnóturnar eigi að vera sveigjanlegar og framseljanlegar. Yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar má nálgast í heild sinni hér. Þar er jafnframt drepið á úrræðum sem eiga að styrkja lausafjárstöðu ferðaþjónustufyrirtækja - ekki síst til að tryggja að þau geti uppfyllt fyrrnefndar endurgreiðslur. Að sama skapi má þar sjá hvernig framkvæmdastjórnin ætlar sér að vinda ofan af ferðatakmörkunum í álfunni.
Neytendur Evrópusambandið Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira