Tónlist

Fær slæma dóma

Söngleikur með lögum Dylans fær slæma útreið í bandarískum fjölmiðlum.
Söngleikur með lögum Dylans fær slæma útreið í bandarískum fjölmiðlum.

Gagnrýnendur í Bandaríkjunum hafa skotið í kaf nýjan söngleik á Broadway með lögum Bobs Dylan.

„Söngleikurinn The Times They Are A-Changing er svo vondur að hann fær þig til að gleyma því hversu góð lögin eru," sagði blaðamaður The Wall Street Journal. Blaðamenn New York Times og Variety höfðu svipaða sögu að segja.

Auk titillagsins er lögin Subterranean Homesick Blues, Mr Tambourine Man og Blowin"n in the Wind að finna í söngleiknum.

Bob Dylan fékk Twylu Tharp, konuna sem setti upp hinn vinsæla söngleik Billys Joel, Movin"Out, til að gera svipaðan söngleik fyrir sig. Gekk söngleikur Joels í þrjú ár á Broadway við miklar vinsældir. Miðað við viðbrögð gagnrýnenda eru ekki taldar miklar líkur á því að söngleikur Dylans verði lengi á fjölunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.