Innlent

Öll börn verða slysatryggð

undirritun samningsins Auður Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá VÍS, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri, Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri VÍS, og Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs.
undirritun samningsins Auður Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá VÍS, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri, Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri VÍS, og Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs.

Vátryggingafélag Íslands mun slysatryggja öll börn undir 18 ára aldri sem stunda íþróttir eða aðra skipulagða félagsstarfsemi í Kópavogi.

Í samkomulagi Kópavogsbæjar og VÍS segir meðal annars að vátryggingin taki til skipulagðrar starfsemi þess félags sem getið er um í vátryggingarskírteini auk ferða til og frá heimili vegna starfseminnar svo sem íþrótta-æfinga og skátafunda.

Þetta er í fyrsta skipti sem bæjarfélag tryggir börn og unglinga með þessum hætti en VÍS ber þann kostnað sem ekki fæst endurgreiddur hjá Tryggingastofnun ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×