Innlent

Vilja leiðrétt laun kennara

Kennarar við Digranesskóla krefjast þess að Kópavogur og önnur sveitarfélög sem standa að launanefnd sveitarfélaga leiðrétti laun grunnskólakennara með vísan til greinar í gildandi kjarasamningi. Er þar kveðið á um að meta skuli fyrir 1. september 2006 hvort breytingar á skólakerfinu eða almenn efnahags- og kjaraþróun gefi tilefni til viðbragða.

Kennarar telja að stjórn Kennarasambands Íslands þurfi að beita sér af alefli og er þess krafist að kjörin verði bætt með hliðsjón af almennri launaþróun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×