Ryder-keppnin í golfi | Bandaríkin í góðri stöðu 28. september 2012 23:17 Mickelson og Bradley fagna í dag. Þeir léku mjög vel og unnu báða sína leiki. Fyrsti dagur Ryder-keppninnar í golfi er liðinn og það eru Bandaríkjamenn sem leiða, 5-3, eftir skemmtilegan dag. Í þessari keppni mætast Bandaríkin og úrvalslið Evrópu. Fyrri part dags var spilaður fjórmenningur og eftir þá leiki var staðan 2-2. Keegan Bradley og Phil Mickelson lögðu þá Luke Donald og Sergio Garcia. Tiger Woods, sem lék afar illa, og Steve Stricker töpuðu aftur á móti gegn Justin Rose og Ian Poulter. Graeme McDowell og Rory McIlroy lögðu Jim Furyk og Brandt Snedeker á lokaholunni. Jason Dufner og Zach Johnson unnu svo flottan sigur á Lee Westwood og Francesco Molinari. Þá tók við fjórbolti og þar voru heimamenn sterkari en keppnin fer fram á Medinha-vellinum í Chicago. Webb Simpson og Bubba Watson voru búnir að afgreiða þá Paul Lawrie og Peter Hanson þegar fjórar holur voru eftir. 3-2 fyrir Bandaríkin. Bandaríkin komust svo í 4-2 þegar Phil Mickelson og Keegan Bradley skelltu Rory McIlroy og Graeme McDowell þegar ein hola var eftir. Glæsilegt upphafshögg Mickelson á par þrjú holu tryggði þeim sigurinn. Hann var ekki fjarri því að fara holu í höggi. Matt Kuchar og Dustin Johnson komu Bandaríkjunum í 5-2 er þeir lögðu þá Justin Rose og Martin Kaymer er tvær holur voru eftir. Þá var aðeins einn leikur eftir. Tiger Woods og Steve Stricker gegn Nicolas Colsaerts og Lee Westwood. Evrópubúarnir voru lengstum yfir, þökk sé frabærum leik Belgans Colsaerts, en Tiger vaknaði á síðustu holunum og kom Bandaríkjamönnum inn í leikinn. Þegar allt útlit var fyrir að Bandaríkin myndu jafna á 17. holu setti Colsaerts niður frábært pútt og jafnaði holuna. Magnaður dagur hjá Belganum. Á lokaholunni átti EVrópu því einn vinning. Bandaríkin urðu því að vinna holuna til að fá hálfan vinning. Stricker lenti í veseni og pressan því öll á Tiger. Hann átti besta höggið inn á flöt og mikil spenna. Colsaerts aðeins lengra frá og hann missti sitt pútt en tryggði næsta högg. Tiger varð því að setja niður til þess að vinna holuna fyrir Bandaríkin og fá hálfan vinning. Öll pressan á Tiger og þar er hann oft bestur. Púttið var langt en Tiger var svo nálægt því að setja niður. Evrópa slapp með skrekkinn og fékk einn vinning í fjórboltanum. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fyrsti dagur Ryder-keppninnar í golfi er liðinn og það eru Bandaríkjamenn sem leiða, 5-3, eftir skemmtilegan dag. Í þessari keppni mætast Bandaríkin og úrvalslið Evrópu. Fyrri part dags var spilaður fjórmenningur og eftir þá leiki var staðan 2-2. Keegan Bradley og Phil Mickelson lögðu þá Luke Donald og Sergio Garcia. Tiger Woods, sem lék afar illa, og Steve Stricker töpuðu aftur á móti gegn Justin Rose og Ian Poulter. Graeme McDowell og Rory McIlroy lögðu Jim Furyk og Brandt Snedeker á lokaholunni. Jason Dufner og Zach Johnson unnu svo flottan sigur á Lee Westwood og Francesco Molinari. Þá tók við fjórbolti og þar voru heimamenn sterkari en keppnin fer fram á Medinha-vellinum í Chicago. Webb Simpson og Bubba Watson voru búnir að afgreiða þá Paul Lawrie og Peter Hanson þegar fjórar holur voru eftir. 3-2 fyrir Bandaríkin. Bandaríkin komust svo í 4-2 þegar Phil Mickelson og Keegan Bradley skelltu Rory McIlroy og Graeme McDowell þegar ein hola var eftir. Glæsilegt upphafshögg Mickelson á par þrjú holu tryggði þeim sigurinn. Hann var ekki fjarri því að fara holu í höggi. Matt Kuchar og Dustin Johnson komu Bandaríkjunum í 5-2 er þeir lögðu þá Justin Rose og Martin Kaymer er tvær holur voru eftir. Þá var aðeins einn leikur eftir. Tiger Woods og Steve Stricker gegn Nicolas Colsaerts og Lee Westwood. Evrópubúarnir voru lengstum yfir, þökk sé frabærum leik Belgans Colsaerts, en Tiger vaknaði á síðustu holunum og kom Bandaríkjamönnum inn í leikinn. Þegar allt útlit var fyrir að Bandaríkin myndu jafna á 17. holu setti Colsaerts niður frábært pútt og jafnaði holuna. Magnaður dagur hjá Belganum. Á lokaholunni átti EVrópu því einn vinning. Bandaríkin urðu því að vinna holuna til að fá hálfan vinning. Stricker lenti í veseni og pressan því öll á Tiger. Hann átti besta höggið inn á flöt og mikil spenna. Colsaerts aðeins lengra frá og hann missti sitt pútt en tryggði næsta högg. Tiger varð því að setja niður til þess að vinna holuna fyrir Bandaríkin og fá hálfan vinning. Öll pressan á Tiger og þar er hann oft bestur. Púttið var langt en Tiger var svo nálægt því að setja niður. Evrópa slapp með skrekkinn og fékk einn vinning í fjórboltanum.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira