Sarunas segir að Virunas sé saklaus 31. október 2006 07:00 Hinir ákærðu Ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að smygla tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í júlí síðastliðnum. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Litháen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í eldsneytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostnaðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu misjöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sarunas líklegast að tollverðir á Seyðisfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveitabæ væri að ræða. Eftir handtökuna hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðarlausu. Hann væri því saklaus af ákærunni. Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Litháen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í eldsneytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostnaðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu misjöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sarunas líklegast að tollverðir á Seyðisfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveitabæ væri að ræða. Eftir handtökuna hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðarlausu. Hann væri því saklaus af ákærunni.
Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira