Frumlegur finnskur túlkandi 31. október 2006 14:45 Djarfur túlkandi sem leggur áherslu á ferskleika frumflutningsins Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. MYND/GVA Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag en á efnisskrá kvöldsins eru tveir píanókonsertar Beethovens og sinfónía eftir Brahms. Olli Mustonen vakti fyrst athygli fyrir óhefðbundna túlkun sína á gömlum meistaraverkum og vann meðal annars Gramophone-verðlaunin fyrir bestu hljóðfæra-upptöku ársins 1992. Hann hefur gefið út nokkra hljómdiska, þar á meðal einleiksverk eftir Beethoven, verk Shostakovich og Bachs auk þess að ferðast víða og halda tónleika bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Mustonen er fæddur í Helsinki en hann hóf nám í píanóleik, semballeik og tónsmíðum fimm ára gamall. Frístundir sínar notar hann til að semja sína eigin tónlist. Frumsköpun er veigamikill þáttur í list Mustonens en hann leggur áherslu á að hverjir og einir tónleikar eigi að bera í sér ferskleika frumflutnings. Hann þykir einstaklega frumlegur og djarfur túlkandi með frábæra tækni. Gerður var góður rómur af einleikstónleikum Mustonen á Listahátíð árið 2000 en þá lék hann einnig verk Beethovens og Brahms. Verkin á efnisskránni nú eru tveir fyrstu píanókonsertar Beethovens sem stimpluðu tónskáldið inn í tónlistarlíf Vínarborgar á sínum tíma. Sá fyrri kinkar kolli til tónsmíða Mozarts en gefur líka fyrirheit um seinni tíma dramatík í verkum Beethovens. Þá leikur Sinfóníuhljómsveitin þriðju sinfóníu Johannesar Brahms sem var frumflutt í Vínarborg árið 1883 og fékk frábærar viðtökur enda er hún sögð búa yfir einstakri blöndu af ákefð, dulúð og angurværum trega. Tónleikarnir fara að venju fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba. Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag en á efnisskrá kvöldsins eru tveir píanókonsertar Beethovens og sinfónía eftir Brahms. Olli Mustonen vakti fyrst athygli fyrir óhefðbundna túlkun sína á gömlum meistaraverkum og vann meðal annars Gramophone-verðlaunin fyrir bestu hljóðfæra-upptöku ársins 1992. Hann hefur gefið út nokkra hljómdiska, þar á meðal einleiksverk eftir Beethoven, verk Shostakovich og Bachs auk þess að ferðast víða og halda tónleika bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Mustonen er fæddur í Helsinki en hann hóf nám í píanóleik, semballeik og tónsmíðum fimm ára gamall. Frístundir sínar notar hann til að semja sína eigin tónlist. Frumsköpun er veigamikill þáttur í list Mustonens en hann leggur áherslu á að hverjir og einir tónleikar eigi að bera í sér ferskleika frumflutnings. Hann þykir einstaklega frumlegur og djarfur túlkandi með frábæra tækni. Gerður var góður rómur af einleikstónleikum Mustonen á Listahátíð árið 2000 en þá lék hann einnig verk Beethovens og Brahms. Verkin á efnisskránni nú eru tveir fyrstu píanókonsertar Beethovens sem stimpluðu tónskáldið inn í tónlistarlíf Vínarborgar á sínum tíma. Sá fyrri kinkar kolli til tónsmíða Mozarts en gefur líka fyrirheit um seinni tíma dramatík í verkum Beethovens. Þá leikur Sinfóníuhljómsveitin þriðju sinfóníu Johannesar Brahms sem var frumflutt í Vínarborg árið 1883 og fékk frábærar viðtökur enda er hún sögð búa yfir einstakri blöndu af ákefð, dulúð og angurværum trega. Tónleikarnir fara að venju fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba.
Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira