Innlent

Sniglarnir vilja losna við ný vegrið

Bifhjólasamtökin Sniglarnir hafa hafið undirskriftasöfnun til að mótmæla uppsetningu nýrrar tegundar vegriða. Um er að ræða svokölluð víravegrið og segja Sniglarnir þau stórhættuleg bifhjólafólki. Samtökin skora á Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra að taka nýju vegriðin strax niður.

Evrópsk samtök bifhjólamanna hafa mælst til þess að þessi tegund vegriða sé strax tekin niður og hafa nokkur lönd orðið við því. Sniglarnir segja að umferðaröryggi skipti máli fyrir bifhjólafólk líkt og aðra sem eru í umferðinni og að þeir neiti því að litið sé á hópinn sem fórnarkostnað í þágu annars umferðaröryggis. Tæplega þrjú hundruð manns hafa skrifað sig á listann sem aðgengilegur er á heimasíðu Sniglanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×