Tónlist

Adele á besta Bond-lagið

best Ryan Tedder telur að Bond-lag Adele sé það besta í þrjátíu ár.
best Ryan Tedder telur að Bond-lag Adele sé það besta í þrjátíu ár.
Lag Adele úr nýjustu James Bond-myndinni er besta Bond-lagið sem hefur komið út í þrjátíu ár að mati bandaríska lagahöfundarins, upptökustjórans og Grammy-verðlaunahafans Ryans Tedder sem nýlega heyrði lagið.

Lagið var tekið upp fyrir myndina Skyfall og var Paul Epworth upptökustjóri. „Ég hef hlustað á það og það er besta Bond-lagið á mínu æviskeiði. Ég tek hattinn ofan fyrir Paul Epworth og Adele. Vonandi vinna þau Óskarinn," tísti Tedder, sem hefur einmitt starfað með Adele.

Söngkonan vann síðast með Epworth að laginu Rolling in the Deep sem naut mikilla vinsælda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.