Viðskipti innlent

Leggur til að barir og skemmtistaðir megi opna á nýjan leik 25. maí

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skemmtistaðir hafa verið lokaðir í um mánuð en þeir munu fá að opna eftir um tvær vikur nái tillögur Þórólfs fram að ganga.
Skemmtistaðir hafa verið lokaðir í um mánuð en þeir munu fá að opna eftir um tvær vikur nái tillögur Þórólfs fram að ganga. Vísir/Vilhelm

Stefnt er að því að barir og aðrir staðir með vínveitingaleyfi sem ekki hafa getað haft opið í samkomubanninu megi opna á nýjan leik frá og með 25. maí.

„Ég mun einnig leggja til við ráðherra fyrir afléttinguna 25. [maí] að barir, vínveitingastaðir og skemmtistaðir fái leyfi til ellefu eins og gildir núna um aðra veitingastaði og einnig áfram að tveggja metra reglan verði virt eins og kostir er,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag.

Á morgun mun Þórólfur senda bréf til heilbrigðisráðherra með ráðleggingum sínum um næstu skref í tilslökunum á samkomubanni sem taka munu gildi 25. maí.

Þá verður miðað við 200 einstaklinga í samkomubanni að því er fram kom í máli Þórólfs og staðir gefi áfram kost á tveggja metra reglunnni svokölluðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×