Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Ragna Árnadóttir tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis í dag. Vísir/Elín Fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis var tekin í dag. Áætlaður kostnaður er um fjórir komma fjórir milljarðar. Byggingin verður bylting fyrir starfsemi þingsins segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Hann og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum þingmönnum, starfsfólki þingsins og fyrrverandi þingforsetum. Sjá einnig: Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár „Ég get nú sagt að ég sé búinn að bíða í 37 ár, jafn lengi og ég er búinn að vera hér, af því að þá þegar var orðið allt of þröngt um Alþingi og það var farið að leigja húsnæði hér og þar. Nú hefur það ágerst á síðustu árum þannig að af því er mikið óhagræði og það er vissulega dýrt líka, húsnæðið mishentugt,“ segir Steingrímur. Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis. „Stóri kosturinn við þetta er að hér fáum við nútímalega og fyrsta flokks vinnuaðstöðu fyrir þingmenn, fyrir starfsfólk Alþingis og þetta verður allt samtengt þannig að það verður mjög þægilegt að fara hér ferða sinna um reitinn og hlaupa á milli nefndafunda og þingsalar, taka á móti gestum og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Steingrímur flutti stutt ávarp áður en fyrsta skóflustungan var tekin.Vísir/Elín Ragna tekur í svipaðan streng. „Þetta breytir mjög miklu. Við verðum í framtíðinni á einum stað hérna megin við Austurvöllinn. Við erum sitt hvoru megin við Austurvöllinn í margs konar húsnæði, við leigjum mikið af húsnæði þannig að þetta er bara hagkvæmt á alla máta,“ segir Ragna. „Hér fáum við tengingu á milli allra húsa og ég held að þetta verði bara allt annað vinnuumhverfi,“ bætir hún við. Jarðvinnan á að hefjast á næstu dögum og í vor verður útboð í bygginguna sjálfa. Þær framkvæmdir eiga að hefjast í haust og stefnt að því að þeim ljúki snemma á árinu 2023. „Kostnaðaráætlunin sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2018 og er inni í ríkisfjármálaáætlun eru 4,4 milljarðar plús verðbætur á byggingartímanum,“ segir Steingrímur. „Það mun mikið mæða á okkur næstu árin því að það er mjög mikilvægt að þetta sé allt innan áætlana og sé vel gert. Þetta er mikil ábyrgð,“ segir Ragna. Viðstaddir voru meðal annars þingmenn, starfsfólk Alþingis og fyrrverandi þingforsetar.Vísir/Elín Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna.Vísir/Elín Alþingi Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis var tekin í dag. Áætlaður kostnaður er um fjórir komma fjórir milljarðar. Byggingin verður bylting fyrir starfsemi þingsins segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Hann og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum þingmönnum, starfsfólki þingsins og fyrrverandi þingforsetum. Sjá einnig: Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár „Ég get nú sagt að ég sé búinn að bíða í 37 ár, jafn lengi og ég er búinn að vera hér, af því að þá þegar var orðið allt of þröngt um Alþingi og það var farið að leigja húsnæði hér og þar. Nú hefur það ágerst á síðustu árum þannig að af því er mikið óhagræði og það er vissulega dýrt líka, húsnæðið mishentugt,“ segir Steingrímur. Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis. „Stóri kosturinn við þetta er að hér fáum við nútímalega og fyrsta flokks vinnuaðstöðu fyrir þingmenn, fyrir starfsfólk Alþingis og þetta verður allt samtengt þannig að það verður mjög þægilegt að fara hér ferða sinna um reitinn og hlaupa á milli nefndafunda og þingsalar, taka á móti gestum og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Steingrímur flutti stutt ávarp áður en fyrsta skóflustungan var tekin.Vísir/Elín Ragna tekur í svipaðan streng. „Þetta breytir mjög miklu. Við verðum í framtíðinni á einum stað hérna megin við Austurvöllinn. Við erum sitt hvoru megin við Austurvöllinn í margs konar húsnæði, við leigjum mikið af húsnæði þannig að þetta er bara hagkvæmt á alla máta,“ segir Ragna. „Hér fáum við tengingu á milli allra húsa og ég held að þetta verði bara allt annað vinnuumhverfi,“ bætir hún við. Jarðvinnan á að hefjast á næstu dögum og í vor verður útboð í bygginguna sjálfa. Þær framkvæmdir eiga að hefjast í haust og stefnt að því að þeim ljúki snemma á árinu 2023. „Kostnaðaráætlunin sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2018 og er inni í ríkisfjármálaáætlun eru 4,4 milljarðar plús verðbætur á byggingartímanum,“ segir Steingrímur. „Það mun mikið mæða á okkur næstu árin því að það er mjög mikilvægt að þetta sé allt innan áætlana og sé vel gert. Þetta er mikil ábyrgð,“ segir Ragna. Viðstaddir voru meðal annars þingmenn, starfsfólk Alþingis og fyrrverandi þingforsetar.Vísir/Elín Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna.Vísir/Elín
Alþingi Reykjavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira