KA hefur fengið Mikkel Qvist á láni frá danska úrvalsdeildarliðinu Horsens. Lánssamningurinn gildir út ágúst.
Qvist er 26 ára varnarmaður sem telur 203 sentímetra.
Á heimasíðu KA segir að hann sé öflugur í loftinu, líkamlega sterkur og geti tekið löng innköst.
Qvist lék 81 leik fyrir Horsens í dönsku úrvalsdeildinni.
KA endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðasta tímabili. KA sækir ÍA heim í 1. umferð deildarinnar 23. apríl næstkomandi. KA og ÍA mættust einnig á Akranesi í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í fyrra. Skagamenn unnu þá 3-1 sigur.
