Vísbendingar um að hópar vasaþjófa frá Rúmeníu herji á ferðamenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 10:02 Ferðamenn við Geysi. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir vísbendingar um að hópar vasaþjófa séu gerðir út frá Rúmeníu og seilist í vasa ferðamanna. Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur. Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi í gær að tvö mál hefðu komið upp í liðinni viku þar sem tilkynnt var um vasaþjófnað við Geysi. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að 20 þúsund krónum hefði verið stolið af ferðamanni í gær, einnig við Geysi. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti einnig um sambærilegt atvik í lok janúar þar sem pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna hafði verið stolið úr bíl erlendra ferðamanna á sama stað. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann frá því að tilkynningar um vasaþjófnað hefðu ítrekað borist lögreglu á Suðurlandi frá því í fyrra. „[…] einhverjar örfáar á Þingvöllum en aðallega í kringum Gullfoss og Geysi. Einhvers staðar á bilinu 20 til 30 mál samanlagt í umdæminu,“ sagði Oddur. „En vandinn við þessi mál er að þú kannski stelur veski af einhverjum og tínir úr því aurana. Síðan hendirðu því frá þér strax og þá er ekkert sem tengir þig við brotið ef það er ekki hreint og klárt vitni sem sér þig gera hlutina eða einhverjar eftirlitsmyndavélar sem ná mynd af því.“ Handtekið einn hópinn tvisvar Í þeim málum sem komið hafa inn á borð lögreglu eru tilkynnendur eingöngu erlendir ferðamenn. Oddur benti á að lögregla hefði handtekið einstaklinga í tengslum við eitt málanna í fyrrasumar. Fréttastofa greindi einmitt frá því í maí síðastliðnum að erlent par, sem kom til landsins sem ferðamenn, hefði verið handtekið fyrir að stela töluverðum fjármunum af ferðamönnum við Gullfoss og Geysi. „Við höfum vísbendingar um að það séu gerðir út hópar, einn hóp höfum við handtekið í tvígang, frá Rúmeníu sem koma gagngert hér, að því er virðist, til landsins og eru að seilast í vasa fólks,“ sagði Oddur. Þá athöfnuðu þjófarnir sig yfirleitt þannig að einhver úr hópnum fangaði athygli ferðamannanna og á meðan hefðu hinir fjármuni á brott. Í mörgum tilvikum væri um að ræða töluverð verðmæti. „Þetta eru töluverðir peningar sem eru að hverfa og ég tala nú ekki um þegar einstaklingur tapar fjárhæðum, kannski 50 til 70 þúsund krónum eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mig og þig, þá munar okkur um það.“ Oddur sagði bestu forvörnina vera að hvetja fólk til að ganga þannig frá eigum sínum að erfitt væri að komast að þeim. Þá komi lögregla varúðarskilaboðum áleiðis til ferðamannana í gegnum leiðsögumenn, sem væru duglegir að upplýsa skjólstæðinga sína. Viðtalið við Odd má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45 Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir vísbendingar um að hópar vasaþjófa séu gerðir út frá Rúmeníu og seilist í vasa ferðamanna. Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur. Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi í gær að tvö mál hefðu komið upp í liðinni viku þar sem tilkynnt var um vasaþjófnað við Geysi. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að 20 þúsund krónum hefði verið stolið af ferðamanni í gær, einnig við Geysi. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti einnig um sambærilegt atvik í lok janúar þar sem pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna hafði verið stolið úr bíl erlendra ferðamanna á sama stað. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann frá því að tilkynningar um vasaþjófnað hefðu ítrekað borist lögreglu á Suðurlandi frá því í fyrra. „[…] einhverjar örfáar á Þingvöllum en aðallega í kringum Gullfoss og Geysi. Einhvers staðar á bilinu 20 til 30 mál samanlagt í umdæminu,“ sagði Oddur. „En vandinn við þessi mál er að þú kannski stelur veski af einhverjum og tínir úr því aurana. Síðan hendirðu því frá þér strax og þá er ekkert sem tengir þig við brotið ef það er ekki hreint og klárt vitni sem sér þig gera hlutina eða einhverjar eftirlitsmyndavélar sem ná mynd af því.“ Handtekið einn hópinn tvisvar Í þeim málum sem komið hafa inn á borð lögreglu eru tilkynnendur eingöngu erlendir ferðamenn. Oddur benti á að lögregla hefði handtekið einstaklinga í tengslum við eitt málanna í fyrrasumar. Fréttastofa greindi einmitt frá því í maí síðastliðnum að erlent par, sem kom til landsins sem ferðamenn, hefði verið handtekið fyrir að stela töluverðum fjármunum af ferðamönnum við Gullfoss og Geysi. „Við höfum vísbendingar um að það séu gerðir út hópar, einn hóp höfum við handtekið í tvígang, frá Rúmeníu sem koma gagngert hér, að því er virðist, til landsins og eru að seilast í vasa fólks,“ sagði Oddur. Þá athöfnuðu þjófarnir sig yfirleitt þannig að einhver úr hópnum fangaði athygli ferðamannanna og á meðan hefðu hinir fjármuni á brott. Í mörgum tilvikum væri um að ræða töluverð verðmæti. „Þetta eru töluverðir peningar sem eru að hverfa og ég tala nú ekki um þegar einstaklingur tapar fjárhæðum, kannski 50 til 70 þúsund krónum eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mig og þig, þá munar okkur um það.“ Oddur sagði bestu forvörnina vera að hvetja fólk til að ganga þannig frá eigum sínum að erfitt væri að komast að þeim. Þá komi lögregla varúðarskilaboðum áleiðis til ferðamannana í gegnum leiðsögumenn, sem væru duglegir að upplýsa skjólstæðinga sína. Viðtalið við Odd má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45 Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45
Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51