Innlent

Fylgifiskar í flugstöðinni

undirritun Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Leifsstöðvar, ásamt Guðbjörgu G. Logadóttur, framkvæmdastjóra Fylgifiska.
undirritun Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Leifsstöðvar, ásamt Guðbjörgu G. Logadóttur, framkvæmdastjóra Fylgifiska.

Verslunin Fylgifiskar mun opna sjávarréttabar í flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl á næsta ári þegar nýtt brottfararsvæði verður opnað. Samningur um opnun barsins var undirritaður fyrir helgi og segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Leifsstöðvar, hliðstæða bari mjög vinsæla í flugstöðvum erlendis.

Á sjávarréttabarnum verður boðið upp á létta sjávarrétti ásamt tilbúnum réttum sem fólk getur tekið með sér í vélarnar. Guðbjörg Glóð Logadóttir, framkvæmdastjóri Fylgifiska, segist gera ráð fyrir að tíu starfsmenn muni starfa á sjávarréttabarnum í Leifsstöð sem þýðir tvöföldun á núverandi starfsmannafjölda. „Opnun sjávarréttabarsins er nýtt skref fyrir Fylgifiska sem hingað til hafa sérhæft sig í sölu tilbúinna fiskrétta og heitum mat í hádeginu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×