Kæra nauðgunartilraun 31. október 2006 06:45 Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslagsmál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tæplega þrítug kona leggur í dag fram kæru vegna tilraunar til nauðgunar á skemmtistaðnum Viktor í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Eiginmaður hennar mun einnig leggja fram kæru vegna meiðsla sem hann varð fyrir þegar hópslagsmál brutust út. Hjónin voru nýkomin inn á skemmtistaðinn og konan brá sér á salerni sem er á fyrstu hæð skemmtistaðarins. Það er ætlað fyrir fatlað fólk, en á efri hæð eru karla- og kvennasalerni. Lásinn á umræddu salerni var bilaður. Næst gerðist það að fjóra karlmenn bar að og hugðust þeir nota salernið. Konan hélt þá við hurðina þannig að þeir gátu ekki opnað hana umsvifalaust. Einn mannanna beitti þá afli, þeytti upp hurðinni og ruddist inn. Hann hafði á orði við konuna að hann ætlaði að koma fram vilja sínum við hana og hafa við hana samfarir. Maðurinn hóf að toga buxurnar niður um konuna, sem þá féll í gólfið og hrópaði á hjálp. Maður hennar heyrði hrópin og vildi komast inn til hennar. Hófust þá stympingar sem enduðu með hópslagsmálum þar sem fleiri komu við sögu. Lögregla og dyraverðir skárust í leikinn og tókst þeim að binda enda á slagsmálin. Tíu karlmenn voru handteknir, fluttir á lögreglustöð og yfirheyrðir þar. Þetta voru átta Pólverjar og tveir Litháar sem allir eru búsettir hér á landi. Maðurinn slasaðist í átökunum; hlaut skurði í andliti auk þess sem tennur brotnuðu úr honum. Hann var fluttur á slysa- og bráðadeild en konan fékk aðhlynningu á neyðarmóttöku slysadeildar. Mönnunum var öllum sleppt eftir yfirheyrslur hjá lögreglu sem stóðu fram eftir sunnudeginum. Ekki er vitað til þess að þeir hafi slasast í átökunum. Hjónin eru að sögn miður sín eftir atburðinn en þau munu legga fram kæru í dag vegna hans hjá lögreglunni í Reykjavík eins og áður sagði.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira