Innlent

Þrír slösuðust í árekstri

Þrír slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnessvegi á móts við Fíflholt í gær, þegar jeppi og fólksbíll skullu þar saman. Báðir ökumenn og farþegi úr jeppanum voru fluttir á Slysaldeild Landsspítalans, en eru ekki í lífshættu.

Bílarnir eru gjör ónýtir og þakkar lögregla öryggisbeltum og líknarbelgjum að ekki fór verr. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×