Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar

Enn ríkir mikil óvissa um hvernig staðið verður að opnun landamæra Íslands 15. júní og áhættugreining fyrir Landspítala liggur ekki fyrir. Forstjórinn segir að ekki verði teflt á tæpasta vað. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða þrjú þúsund og fjögur hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt við fulltrúa stúdentahreyfingarinnar sem telur aðgerðir stjórnvalda ekki duga til.

Fjármálaráðherra segir að ef ekki takist að bjarga Icelandair þurfi að byggja upp nýtt flugfélag sem geti sinnt því hlutverki sem flugfélagið sinni í dag með Keflavík sem miðstöð alþjóðaflugs. Flugliðar Icelandair fylktu liði fyrir utan hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem fundað var í kjaradeilu þeirra. Viðræður dagsins báru engan árangur og ekki hefur verið boðað til annars fundar. Flugfreyja segir tal um að flugliðar séu hálaunastétt vera firru.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×