Viðskipti erlent

Hagnaður UBS jókst um 33 prósent

Merki UBS bankans.
Merki UBS bankans. Mynd/AFP

Svissneski bankinn UBS hagnaðist um 3,5 milljarða svissneskra franka, jafnvirði 210 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 33 prósenta aukning frá frá sama tímabili í fyrra. Stór hluti hagnaðarins er vegna sölu á svissneska orkufyrirtækinu Motor-Clumbus AG.

Gengi hlutabréfa í UBS hefur hækkað um 16 prósent á árinu. Þau lækkuðu hins vegar um 1,3 prósent í viðskiptum í Zurich í Sviss í kjölfar afkomufréttanna og standa í 142,70 frönkum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×