Innlent

"Vændi er ekki íþrótt"



Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi ætla að afhenda þýska sendiráðinu áskorun klukkan tvö í dag. Í fréttatilkynningu hreyfingarinnar segir að tilefnið sé það vændi og mansal sem talið er að verði fylgifiskur heimsmeistarakeppninnar í fótbolta en hún fer fram í Þýskalandi í sumar. Slagorð aðgerðanna verða "vændi er ekki íþrótt." Sömu áskorun á einnig að afhenda Knattspyrnusambandi Íslands klukkan þrjú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×