Sport

Ánægður með ráðningu McClaren

Hér má sjá þá Ferguson og McClaren taka við Evrópubikarnum árið 1999
Hér má sjá þá Ferguson og McClaren taka við Evrópubikarnum árið 1999 NordicPhotos/GettyImages

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var mjög ánægður þegar hann frétti að búið væri að ráða fyrrum lærling hans hjá United í stöðu landsliðsþjálfara Englendinga. Steve McClaren var aðstoðarmaður Ferguson hjá Manchester United í nokkur ár og kom til félagsins á miðju tímabili árið 1999 þegar United vann þrennuna frægu það árið.

"Sam Allardyce og Alan Curbishley komu báðir vel til greina í starfið, en ég held að enska knattspyrnusambandið hafi gert rétt með því að ráða McClaren," sagði Ferguson. "Hann hefur aldrei verið hræddur við að reyna nýja hluti og er enn að þroskast sem þjálfari, enda aðeins 45 ára gamall. Hann hefur líka reynslu af því að eiga við stórstjörnur síðan hann var hér hjá Manchester United og það mun hjálpa honum að eiga við pressuna sem fylgir landsliðsþjálfarastöðunni," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×