Innlent

Vilja Torfajökulssvæðið á minjaskrá UNESCO

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stærsta líparítsvæði landsins er á Torfajökulssvæðinu.
Stærsta líparítsvæði landsins er á Torfajökulssvæðinu.
Torfajökulssvæðinu verður bætt á yfirlitsskrá Íslands með tilnefningu til heimsminjaskrár UNESCO í huga, samkvæmt tillögu sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að Torfajökulseldstöðin sé einstök bæði á landsvísu og á heimsvísu. Hún sé megineldstöð, með stærsta líparítsvæði landsins og innan öskjunnar sé stærsta háhitasvæði landsins. Torfajökulseldstöðin var að hluta til friðlýst árið 1979 með afmörkun svæðis sem kallast Friðland að Fjallabaki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×