Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2020 21:04 Sjálfboðaliðar dreifa andlitsgrímum og matvælum til bágstaddra í San Antón-kirkjunni í Madrid. Hlutfall smitaðra í borginni er eitt það hæsta á Spáni. Vísir/EPA Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. Um 2,3 milljónir manna gætu hafa smitast af veirunni ef marka má mótefnamælinguna. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 230.000 manns greinst smitaðir af veirunni. Um 60.000 manns voru skimaðir fyrir mótefnum í rannsókn yfirvalda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veiran virtist útbreiddust um mitt landið. Í Madrid bendir mótefnamælingin til þess að um 11,3% íbúa hafi smitast. Hæsta hlutfallið greindist í borgunum Soria og Cuenca í nágrannahéruðum Madridar, 14,2 og 13,5%. Þær niðurstöður virðast renna stoðum undir stefnu spænskra stjórnvalda sem hafa létt á takmörkunum mismikið eftir svæðum á grundvelli útbreiðslu veirunnar á hverjum stað, að sögn Salvadors Illa, heilbrigðisráðherra. Um helmingur landsmanna nýtur nú meira frjálsræðis frá og með síðasta mánudegi en útgöngubannið á Spáni hefur verið eitt það strangasta í Evrópu. Rúmlega 27.100 manns hafa nú látið lífið í faraldrinum á Spáni. Samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum er Spánn í fimmta sæti yfir fjölda dauðsfalla í heiminum á eftir Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi. Stjórnvöld ætla að halda landamærum Spánar lokuðum fyrir flestum erlendum ferðamönnum fram í júlí. Landamærunum að Frakklandi og Portúgal hefur verið lokað frá því að neyðarástandi var lýst yfir vegna faraldursins um miðjan mars. Erlendir ferðalangar þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins sem hefur í reynd stöðvað flug- og skipasamgöngur. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. Um 2,3 milljónir manna gætu hafa smitast af veirunni ef marka má mótefnamælinguna. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 230.000 manns greinst smitaðir af veirunni. Um 60.000 manns voru skimaðir fyrir mótefnum í rannsókn yfirvalda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veiran virtist útbreiddust um mitt landið. Í Madrid bendir mótefnamælingin til þess að um 11,3% íbúa hafi smitast. Hæsta hlutfallið greindist í borgunum Soria og Cuenca í nágrannahéruðum Madridar, 14,2 og 13,5%. Þær niðurstöður virðast renna stoðum undir stefnu spænskra stjórnvalda sem hafa létt á takmörkunum mismikið eftir svæðum á grundvelli útbreiðslu veirunnar á hverjum stað, að sögn Salvadors Illa, heilbrigðisráðherra. Um helmingur landsmanna nýtur nú meira frjálsræðis frá og með síðasta mánudegi en útgöngubannið á Spáni hefur verið eitt það strangasta í Evrópu. Rúmlega 27.100 manns hafa nú látið lífið í faraldrinum á Spáni. Samkvæmt tölfræði Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum er Spánn í fimmta sæti yfir fjölda dauðsfalla í heiminum á eftir Bandaríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi. Stjórnvöld ætla að halda landamærum Spánar lokuðum fyrir flestum erlendum ferðamönnum fram í júlí. Landamærunum að Frakklandi og Portúgal hefur verið lokað frá því að neyðarástandi var lýst yfir vegna faraldursins um miðjan mars. Erlendir ferðalangar þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins sem hefur í reynd stöðvað flug- og skipasamgöngur.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira