Hamilton telur titilinn nánast úr seilingarfjalægð 20. september 2011 15:53 Lewis Hamilton á mótssvæðinu á Ítalíu á dögunum. AP MYND: Antonio Calanni Lewis Hamilton keppir með Formúlu 1 liði McLaren í Singapúr um næstu helgi, en hann er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna. Hamilton er 126 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull, en Vettel á möguleika á því að tryggja sér meistaratitilinn um helgina ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð. Sex mótum er enn ólokið í Formúlu 1 á árinu. „Ég elska götubrautir og hef gaman af þessu svæði. Þetta er næstum eins og tvær brautir í einni. Það eru nokkrar hraðar beygjur, sem þarfnast góðrar uppsetningar bílsins og áræðni", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren um mótið í Singapúr. „En það eru líka þröngar 90 gráðu beygjur, sem eru hægari og tæknilegri. Maður verður að vera nákvæmur og þolinmóður, bíða eftir að dekkin grípi áður en stigið er á bensíngjöfina. Ef maður er óþolinmóður, þá tapar maður tíma af því maður yfirkeyrir dekkin og bílinn." „Ég ætla að verða framtaksamur í því að ná góðum árangri um næstu helgi. Við vorum með bíl sem gat verið í fyrsta sæti í Belgíu og Ítalíu. Ég vil því ganga úr skugga um að við mætum til Singapúr með vel uppsettan bíl fyrir æfingar og tímatökuna. Ef allt gengur upp verðum við í toppformi á sunnudag." „Þó titilinn sé nánast úr seilingarfjarlægð, þá mun ég vera ágengur í því að ná bestu mögulegu útkomunni. Ég gefst aldrei upp og keppi til sigurs að venju", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton keppir með Formúlu 1 liði McLaren í Singapúr um næstu helgi, en hann er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna. Hamilton er 126 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull, en Vettel á möguleika á því að tryggja sér meistaratitilinn um helgina ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð. Sex mótum er enn ólokið í Formúlu 1 á árinu. „Ég elska götubrautir og hef gaman af þessu svæði. Þetta er næstum eins og tvær brautir í einni. Það eru nokkrar hraðar beygjur, sem þarfnast góðrar uppsetningar bílsins og áræðni", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren um mótið í Singapúr. „En það eru líka þröngar 90 gráðu beygjur, sem eru hægari og tæknilegri. Maður verður að vera nákvæmur og þolinmóður, bíða eftir að dekkin grípi áður en stigið er á bensíngjöfina. Ef maður er óþolinmóður, þá tapar maður tíma af því maður yfirkeyrir dekkin og bílinn." „Ég ætla að verða framtaksamur í því að ná góðum árangri um næstu helgi. Við vorum með bíl sem gat verið í fyrsta sæti í Belgíu og Ítalíu. Ég vil því ganga úr skugga um að við mætum til Singapúr með vel uppsettan bíl fyrir æfingar og tímatökuna. Ef allt gengur upp verðum við í toppformi á sunnudag." „Þó titilinn sé nánast úr seilingarfjarlægð, þá mun ég vera ágengur í því að ná bestu mögulegu útkomunni. Ég gefst aldrei upp og keppi til sigurs að venju", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira