Hraðbraut: Segist skulda ríkinu 120 milljónir en ekki 192 12. desember 2010 12:13 Ólafur H. Johnson. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. Ástæðan fyrir þessu misræmi er sú að samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið fær Hraðbraut fjármuni í samræmi við áætlanir um svokölluð nemendaígildi. En Ríkisendurskoðun segir að mun færri nemendur hafi verið við skólann en áætlanir hafi verið um og því hafi skólinn fengið ofgreitt. Sem fyrr segir eru skiptar skoðanir um hversu mikil þessi ofgreiðsla hefur verið. Hraðbraut hefur þegar endurgreitt ríkinu um 65 millljónir króna en til stendur að endurgreiða ríkinu alls um 120 milljónir. Eða um 70 milljónum minna en Ríksendurskoðun segir að ríkið eigi inni hjá Hraðbraut. Í kjölfarið á þessu máli ákvað meirihluti menntamálanefndar að leggjast gegn því að samningur ríkisins við Hraðbraut verði framlengdur. Aðspurður hvaða þýðingu Þessi ákvörðun myndi hafa fyrir skólann svarar Ólafur: „Við erum ekki búin að sjá þessa úttekt menntamálanefndar. Auðvitað lítum við þetta alvarlegum augum en það er erfitt að tjá sig um það þegar úttektin liggur ekki fyrir." Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði í fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að endurnýja samstarfið. Ólafur segir að það verði unnið að framtíð skólans og ýmsar hugmyndir væru uppi hvað það varðaði. Hann minnti svo á að það væri ráðherra sem hefði lokaorðið varðandi framtíð samstarfsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar, sem birtist í október, birtist áfellisdómur yfir stjórnendur skólans. Þar kom meðal annars fram að á tímabilinu 2003 til 2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun taldi að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Einnig kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að lán skólans til aðila tengdum eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. Ástæðan fyrir þessu misræmi er sú að samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið fær Hraðbraut fjármuni í samræmi við áætlanir um svokölluð nemendaígildi. En Ríkisendurskoðun segir að mun færri nemendur hafi verið við skólann en áætlanir hafi verið um og því hafi skólinn fengið ofgreitt. Sem fyrr segir eru skiptar skoðanir um hversu mikil þessi ofgreiðsla hefur verið. Hraðbraut hefur þegar endurgreitt ríkinu um 65 millljónir króna en til stendur að endurgreiða ríkinu alls um 120 milljónir. Eða um 70 milljónum minna en Ríksendurskoðun segir að ríkið eigi inni hjá Hraðbraut. Í kjölfarið á þessu máli ákvað meirihluti menntamálanefndar að leggjast gegn því að samningur ríkisins við Hraðbraut verði framlengdur. Aðspurður hvaða þýðingu Þessi ákvörðun myndi hafa fyrir skólann svarar Ólafur: „Við erum ekki búin að sjá þessa úttekt menntamálanefndar. Auðvitað lítum við þetta alvarlegum augum en það er erfitt að tjá sig um það þegar úttektin liggur ekki fyrir." Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði í fjölmiðlum í gær að ekki stæði til að endurnýja samstarfið. Ólafur segir að það verði unnið að framtíð skólans og ýmsar hugmyndir væru uppi hvað það varðaði. Hann minnti svo á að það væri ráðherra sem hefði lokaorðið varðandi framtíð samstarfsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar, sem birtist í október, birtist áfellisdómur yfir stjórnendur skólans. Þar kom meðal annars fram að á tímabilinu 2003 til 2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun taldi að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Einnig kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að lán skólans til aðila tengdum eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009.
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira