Innlent

Enginn þarf að taka við styrkjum

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði á aðalfundi landssambands kúabænda í dag að enginn væri neyddur til að taka við styrkjum frá ríkinu. Jafnframt sagði hann ekki vera bann við framleiðslu á ostum utan framleiðslukerfisins en miklar umræður hafa verið um nýja mjólkursamlagið, Mjólku ehf., sem hyggst framleiða osta án styrkja ríkisins. Guðni sagði ljóst að hver og einn gæti stundað þá atvinnu sem hann vildi en hann teldi þó ekki hagkvæmt að standa utan stuðningskerfisins. Þá óskaði hann forsvarsmönnum Mjólku velfarnaðar. Landbúnaðarráðherra talaði einnig um Lánasjóð landbúnaðarins og sagði rekstur hans hafa verið erfiðari að undanförnu, meðal annars vegna lækkandi vaxta í almenna bankakerfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×