Ríkisstjórnin með öruggan meirihluta 9. apríl 2009 06:00 Samfylkingin getur unað sátt við sitt. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar talsvert samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi nú, en 29,1 prósents fylgi í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum. Munurinn er 4,3 prósent. Yrðu niðurstöður þingkosninga í samræmi við könnunina næðu sextán frambjóðendur Sjálfstæðisflokks kjöri, en flokkurinn er með 25 þingmenn í dag. Flokkurinn var með 36,6 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og mælist því langt undir kjörfylgi. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist með 28,1 prósents fylgi nú, en 25,8 prósent sögðust styðja flokkinn fyrir tveimur vikum. Kjörfylgi flokksins var 14,3 prósent. VG fengi miðað við þetta nítján þingmenn kjörna, en er með níu í dag. Samfylkingin eykur fylgi sitt lítillega, og nýtur samkvæmt könnuninni fylgis 33,3 prósenta landsmanna. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 31,7 prósent. Samfylkingin er talsvert yfir kjörfylgi, sem var 26,8 prósent. Flokkurinn fengi 22 þingmenn yrðu þetta niðurstöður kosninga en er með 18 í dag. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 61,4 prósent fylgi og 41 þingmann af 63. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem myndaður var eftir síðustu kosningar var með 63,4 prósenta fylgi og 43 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi 9,9 prósent atkvæða yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 7,5 prósent. Flokkurinn er enn undir kjörfylgi, sem var 11,7 prósent. Flokkurinn næði sex mönnum á þing yrðu þetta niðurstöður kosninga, en er með sjö í dag. Aðrir flokkar myndu ekki ná manni á þing. Frjálslyndi flokkurinn dalar enn, og mælist með fylgi eins prósents landsmanna. Borgarahreyfingin fengi 1,7 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og Lýðræðishreyfingin fengi eitt prósent atkvæða. Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 7. apríl, og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir; Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir; Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 77,1 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar talsvert samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi nú, en 29,1 prósents fylgi í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum. Munurinn er 4,3 prósent. Yrðu niðurstöður þingkosninga í samræmi við könnunina næðu sextán frambjóðendur Sjálfstæðisflokks kjöri, en flokkurinn er með 25 þingmenn í dag. Flokkurinn var með 36,6 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og mælist því langt undir kjörfylgi. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist með 28,1 prósents fylgi nú, en 25,8 prósent sögðust styðja flokkinn fyrir tveimur vikum. Kjörfylgi flokksins var 14,3 prósent. VG fengi miðað við þetta nítján þingmenn kjörna, en er með níu í dag. Samfylkingin eykur fylgi sitt lítillega, og nýtur samkvæmt könnuninni fylgis 33,3 prósenta landsmanna. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 31,7 prósent. Samfylkingin er talsvert yfir kjörfylgi, sem var 26,8 prósent. Flokkurinn fengi 22 þingmenn yrðu þetta niðurstöður kosninga en er með 18 í dag. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 61,4 prósent fylgi og 41 þingmann af 63. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem myndaður var eftir síðustu kosningar var með 63,4 prósenta fylgi og 43 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi 9,9 prósent atkvæða yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 7,5 prósent. Flokkurinn er enn undir kjörfylgi, sem var 11,7 prósent. Flokkurinn næði sex mönnum á þing yrðu þetta niðurstöður kosninga, en er með sjö í dag. Aðrir flokkar myndu ekki ná manni á þing. Frjálslyndi flokkurinn dalar enn, og mælist með fylgi eins prósents landsmanna. Borgarahreyfingin fengi 1,7 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og Lýðræðishreyfingin fengi eitt prósent atkvæða. Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 7. apríl, og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir; Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir; Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 77,1 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira