Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2017 14:01 Ofsaveðri er spáð um allt Írland og hluta Skotlands, Englands og Wales í dag. Vísir/AFP Kona á þrítugsaldri lést þegar tré féll á bíl hennar í veðurofsanum af völdum leifa fellibyljarins Ófelíu á suðausturhluta Írlands í dag. Á annað hundrað þúsund íbúðarhúsa eru án rafmagns og herinn hefur verið kvaddur út til neyðaraðstoðar. Önnur kona á sextugsaldri slasaðist þegar tréð féll á bílinn sem hún og konan sem lést voru í. Írar höfðu verið varaðir við því að halda sig innandyra og ferðast ekki nema brýn nauðsyn kræfi. Írska veðurstofan varaði við lífshættulegum vindstyrk stormsins. Vindhraðinn hefur náð um 49 m/s í hviðum undan suðurströnd Írlands. Einnig er varað við hvassviðri í hlutum Skotlands, og vestan- og norðanverðu Englandi og Wales. Stormurinn er á mikilli ferð og var því spáð að hann gengi því tiltölulega hratt yfir Írland og Bretlandseyjar. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að það gæti tekið nokkra daga að koma rafmagni aftur á alls staðar.Fátítt að fellibylur komist svo norðar- og austarlegaÓfelía er sögð versti stormur sem hefur skollið á Írlandi í hálfa öld. Fátítt er að fellibyljir af styrk Ófelíu komist eins austarlega í Atlantshaf. Þegar mest lét var Ófelía skilgreind sem þriðja stigs fellibylur. Í frétt Washington Post kemur fram að sérlega óvanalega hlýr sjór og hægir vindar í efri lögum lofthjúpsins hafi gert fellibylnum kleift að ná slíkum styrk svo norðarlega og austarlega í Atlantshafi. Ófelía er jafnframt sjötti meiriháttar fellibylurinn sem myndast yfir Atlantshafi á þessu ári. Það jafnar fyrri met áranna 1933, 1961, 1964 og 2004 yfir fjölda felllibylja. Tengdar fréttir Fellibylurinn Ófelía stefnir á Bretlandseyjar Ófelía er mesta óveður sem hefur skollið á Írland í um hálfa öld. 15. október 2017 13:19 Flugi til Cork aflýst vegna Ófelíu Flugi Wow Air til Cork á Írlandi á morgun hefur verið aflýst sökum fellibylsins Ófelíu. Ekki er búist við því að veðrið hafi áhrif á áætlunarflug til og frá Dublin. 15. október 2017 23:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Kona á þrítugsaldri lést þegar tré féll á bíl hennar í veðurofsanum af völdum leifa fellibyljarins Ófelíu á suðausturhluta Írlands í dag. Á annað hundrað þúsund íbúðarhúsa eru án rafmagns og herinn hefur verið kvaddur út til neyðaraðstoðar. Önnur kona á sextugsaldri slasaðist þegar tréð féll á bílinn sem hún og konan sem lést voru í. Írar höfðu verið varaðir við því að halda sig innandyra og ferðast ekki nema brýn nauðsyn kræfi. Írska veðurstofan varaði við lífshættulegum vindstyrk stormsins. Vindhraðinn hefur náð um 49 m/s í hviðum undan suðurströnd Írlands. Einnig er varað við hvassviðri í hlutum Skotlands, og vestan- og norðanverðu Englandi og Wales. Stormurinn er á mikilli ferð og var því spáð að hann gengi því tiltölulega hratt yfir Írland og Bretlandseyjar. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að það gæti tekið nokkra daga að koma rafmagni aftur á alls staðar.Fátítt að fellibylur komist svo norðar- og austarlegaÓfelía er sögð versti stormur sem hefur skollið á Írlandi í hálfa öld. Fátítt er að fellibyljir af styrk Ófelíu komist eins austarlega í Atlantshaf. Þegar mest lét var Ófelía skilgreind sem þriðja stigs fellibylur. Í frétt Washington Post kemur fram að sérlega óvanalega hlýr sjór og hægir vindar í efri lögum lofthjúpsins hafi gert fellibylnum kleift að ná slíkum styrk svo norðarlega og austarlega í Atlantshafi. Ófelía er jafnframt sjötti meiriháttar fellibylurinn sem myndast yfir Atlantshafi á þessu ári. Það jafnar fyrri met áranna 1933, 1961, 1964 og 2004 yfir fjölda felllibylja.
Tengdar fréttir Fellibylurinn Ófelía stefnir á Bretlandseyjar Ófelía er mesta óveður sem hefur skollið á Írland í um hálfa öld. 15. október 2017 13:19 Flugi til Cork aflýst vegna Ófelíu Flugi Wow Air til Cork á Írlandi á morgun hefur verið aflýst sökum fellibylsins Ófelíu. Ekki er búist við því að veðrið hafi áhrif á áætlunarflug til og frá Dublin. 15. október 2017 23:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Fellibylurinn Ófelía stefnir á Bretlandseyjar Ófelía er mesta óveður sem hefur skollið á Írland í um hálfa öld. 15. október 2017 13:19
Flugi til Cork aflýst vegna Ófelíu Flugi Wow Air til Cork á Írlandi á morgun hefur verið aflýst sökum fellibylsins Ófelíu. Ekki er búist við því að veðrið hafi áhrif á áætlunarflug til og frá Dublin. 15. október 2017 23:09