Hlynur, Logi og Helgi Már náðu sama áfanga og Carter Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2020 14:00 Meðlimir fjögurra áratuga klúbbsins á Íslandi. vísir/bára Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon náðu í gær þeim merka áfanga að spila leik á Íslandi á fjórum mismunandi áratugum. Allir héldu þeir upp á áfangann með sigri. Þeir fylgdu þar með í fótspor Vince Carter varð um helgina fyrsti leikmaðurinn í NBA-deildinni til að spila leik á fjórum mismunandi áratugum. 1990s | 2000s | 2010s | 2020s Vince Carter is now officially the first player in NBA history to play in four separate decades pic.twitter.com/KkAkilfcNA— ESPN (@espn) January 5, 2020 Hlynur, Logi og Helgi spiluðu allir sinn fyrsta leik á Íslandi undir lok síðasta áratugar 20. aldarinnar. Logi er fæddur 1981 og þeir Hlynur og Helgi ári seinna. Hlynur lék sína fyrstu leiki með Skallagrími tímabilið 1997-98. Sama tímabil lék Logi sína fyrstu leiki með Njarðvík og varð Íslandsmeistari með liðinu. Helgi var á skýrslu í nokkrum leikjum með KR tímabilið 1998-99 en lék sínar fyrstu mínútur tímabilið 1999-2000. KR varð Íslandsmeistari vorið 2000 en Helgi var ekki á skýrslu í neinum leik í úrslitakeppninni. Hlynur lék með Skallagrími til 2002 þegar hann fór til Snæfells. Hann lék í Hólminum til 2010, fyrir utan eitt tímabil þegar hann í herbúðum Aris Leeuwarden í Hollandi. Eftir að Snæfell varð tvöfaldur meistari 2010 fór Hlynur til Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Hann lék þar í sex ár, og varð einu sinni sænskur meistari, áður en hann fór til Stjörnunnar 2016. Logi lék með Njarðvík til 2002. Eftir sex ár í atvinnumennsku sneri hann heim til Njarðvíkur tímabilið 2008-09. Logi lék svo erlendis til 2013 þegar hann kom aftur til Njarðvíkur þar sem hann hefur leikið síðan. Helgi lék með Catawba háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 2002-06 og var svo eitt ár í herbúðum BC Boncourt í Sviss. Hann lék með KR 2007-09 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2009. Næstu þrjú árin lék hann svo í Svíþjóð áður en hann sneri heim í KR 2012. Hann hefur unnið fjölmarga titla með Vesturbæjarliðinu síðan þá. Hlynur skoraði tólf stig og tók sjö fráköst þegar Stjarnan sigraði Þór Þ., 84-70, í gær. Logi skoraði þrjú stig í öruggum sigri Njarðvíkur á ÍR, 88-64, og Helgi var með 14 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar þegar KR vann Grindavík, 91-94, eftir framlengingu. Jakob Örn Sigurðarson nær sama áfanga og þeir Hlynur, Logi og Helgi þegar hann leikur sinn fyrsta leik á þessu ári. Jakob missti af leiknum gegn Grindavík í gær vegna meiðsla. Hann lék sinn fyrsta leik með KR tímabilið 1998-99. Jakob fór í háskóla í Bandaríkjunum eftir að KR varð Íslandsmeistari 2000 og kom ekki aftur fyrr en tímabilið 2008-09 þegar hann varð aftur Íslandsmeistari. Jakob sneri svo aftur til KR fyrir þetta tímabil. Jón Arnór Stefánsson var nálægt því að ná sama áfanga og Hlynur, Logi og Helgi að spila á fjórum áratugum. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir KR í úrslitakeppninni 28. mars 2000. Hann lék með KR til 2002 og kom svo heim tímabilið 2008-09 líkt og Jakob. Jón Arnór kom svo aftur til KR 2016 og hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu síðan þá. Jón Arnór, sem hefur glímt við meiðsli, var á skýrslu gegn Grindavík í gær en kom ekkert við sögu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 91-94 | Framlengdur spennutryllir í Röstinni KR hafði betur í Röstinni eftir framlengdan leik. 5. janúar 2020 21:15 Björn frá út tímabilið og Jakob með brjósklos Meiðsladraugurinn heldur áfram að leika Íslandsmeistarana grátt. 6. janúar 2020 10:45 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 88-64 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Njarðvík jafnaði Keflavík og Tindastól að stigum með öruggum sigri á ÍR í Ljónagryfjunni. 5. janúar 2020 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 84-70 | Stjarnan með fjögurra stiga forskot Stjarnan vann Þór Þorlákshöfn örugglega, á endanum, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld er liðin mættust í Dominos deild karla. Lokatölur 84-70 Stjörnunni í vil. 5. janúar 2020 22:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon náðu í gær þeim merka áfanga að spila leik á Íslandi á fjórum mismunandi áratugum. Allir héldu þeir upp á áfangann með sigri. Þeir fylgdu þar með í fótspor Vince Carter varð um helgina fyrsti leikmaðurinn í NBA-deildinni til að spila leik á fjórum mismunandi áratugum. 1990s | 2000s | 2010s | 2020s Vince Carter is now officially the first player in NBA history to play in four separate decades pic.twitter.com/KkAkilfcNA— ESPN (@espn) January 5, 2020 Hlynur, Logi og Helgi spiluðu allir sinn fyrsta leik á Íslandi undir lok síðasta áratugar 20. aldarinnar. Logi er fæddur 1981 og þeir Hlynur og Helgi ári seinna. Hlynur lék sína fyrstu leiki með Skallagrími tímabilið 1997-98. Sama tímabil lék Logi sína fyrstu leiki með Njarðvík og varð Íslandsmeistari með liðinu. Helgi var á skýrslu í nokkrum leikjum með KR tímabilið 1998-99 en lék sínar fyrstu mínútur tímabilið 1999-2000. KR varð Íslandsmeistari vorið 2000 en Helgi var ekki á skýrslu í neinum leik í úrslitakeppninni. Hlynur lék með Skallagrími til 2002 þegar hann fór til Snæfells. Hann lék í Hólminum til 2010, fyrir utan eitt tímabil þegar hann í herbúðum Aris Leeuwarden í Hollandi. Eftir að Snæfell varð tvöfaldur meistari 2010 fór Hlynur til Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Hann lék þar í sex ár, og varð einu sinni sænskur meistari, áður en hann fór til Stjörnunnar 2016. Logi lék með Njarðvík til 2002. Eftir sex ár í atvinnumennsku sneri hann heim til Njarðvíkur tímabilið 2008-09. Logi lék svo erlendis til 2013 þegar hann kom aftur til Njarðvíkur þar sem hann hefur leikið síðan. Helgi lék með Catawba háskólanum í Bandaríkjunum á árunum 2002-06 og var svo eitt ár í herbúðum BC Boncourt í Sviss. Hann lék með KR 2007-09 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2009. Næstu þrjú árin lék hann svo í Svíþjóð áður en hann sneri heim í KR 2012. Hann hefur unnið fjölmarga titla með Vesturbæjarliðinu síðan þá. Hlynur skoraði tólf stig og tók sjö fráköst þegar Stjarnan sigraði Þór Þ., 84-70, í gær. Logi skoraði þrjú stig í öruggum sigri Njarðvíkur á ÍR, 88-64, og Helgi var með 14 stig, níu fráköst og fjórar stoðsendingar þegar KR vann Grindavík, 91-94, eftir framlengingu. Jakob Örn Sigurðarson nær sama áfanga og þeir Hlynur, Logi og Helgi þegar hann leikur sinn fyrsta leik á þessu ári. Jakob missti af leiknum gegn Grindavík í gær vegna meiðsla. Hann lék sinn fyrsta leik með KR tímabilið 1998-99. Jakob fór í háskóla í Bandaríkjunum eftir að KR varð Íslandsmeistari 2000 og kom ekki aftur fyrr en tímabilið 2008-09 þegar hann varð aftur Íslandsmeistari. Jakob sneri svo aftur til KR fyrir þetta tímabil. Jón Arnór Stefánsson var nálægt því að ná sama áfanga og Hlynur, Logi og Helgi að spila á fjórum áratugum. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir KR í úrslitakeppninni 28. mars 2000. Hann lék með KR til 2002 og kom svo heim tímabilið 2008-09 líkt og Jakob. Jón Arnór kom svo aftur til KR 2016 og hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með liðinu síðan þá. Jón Arnór, sem hefur glímt við meiðsli, var á skýrslu gegn Grindavík í gær en kom ekkert við sögu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 91-94 | Framlengdur spennutryllir í Röstinni KR hafði betur í Röstinni eftir framlengdan leik. 5. janúar 2020 21:15 Björn frá út tímabilið og Jakob með brjósklos Meiðsladraugurinn heldur áfram að leika Íslandsmeistarana grátt. 6. janúar 2020 10:45 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 88-64 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Njarðvík jafnaði Keflavík og Tindastól að stigum með öruggum sigri á ÍR í Ljónagryfjunni. 5. janúar 2020 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 84-70 | Stjarnan með fjögurra stiga forskot Stjarnan vann Þór Þorlákshöfn örugglega, á endanum, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld er liðin mættust í Dominos deild karla. Lokatölur 84-70 Stjörnunni í vil. 5. janúar 2020 22:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 91-94 | Framlengdur spennutryllir í Röstinni KR hafði betur í Röstinni eftir framlengdan leik. 5. janúar 2020 21:15
Björn frá út tímabilið og Jakob með brjósklos Meiðsladraugurinn heldur áfram að leika Íslandsmeistarana grátt. 6. janúar 2020 10:45
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 88-64 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Njarðvík jafnaði Keflavík og Tindastól að stigum með öruggum sigri á ÍR í Ljónagryfjunni. 5. janúar 2020 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 84-70 | Stjarnan með fjögurra stiga forskot Stjarnan vann Þór Þorlákshöfn örugglega, á endanum, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld er liðin mættust í Dominos deild karla. Lokatölur 84-70 Stjörnunni í vil. 5. janúar 2020 22:00