Erlent

Þúsundir komu saman vegna út­farar So­leimani

Atli Ísleifsson skrifar
Gríðarlegur fjöldi var saman kominn vegna útfararinnar í morgun.
Gríðarlegur fjöldi var saman kominn vegna útfararinnar í morgun. Getty

Þúsundir Írana komu saman í höfuðborginni Teheran í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku.

Æðsti leiðtogi Írana, Ayatollah Ali Khameini leiddi mannfjöldann í bæn en Íranir hafa heitið grimmilegum hefndum og í gær drógu þeir sig endanlega út úr kjarnorkusáttmálanum frá 2015.

Hinn 62 ára gamli herforingi fór fyrir hernaðaraðgerðum Írana utan landsteinana – í Sýrlandi, Írak og í Jemen, svo dæmi séu tekin og var hann skilgreindur sem hryðjuverkamaður af Bandaríkjastjórn.

Heima fyrir var hann hins vegar álitin þjóðhetja af þeim sem styðja klerkastjórnina í landinu og í morgun kallaði mannfjöldinn ókvæðisorð að Bandaríkjunum.

Dóttir Soleimans hélt ræðu við útförina þar sem hún varaði Bandaríkjamenn við að dökkir dagar séu framundan vegna morðsins.

Æðsti leiðtogi Írana, Ayatollah Ali Khameini, syrgir Qasem Soleimani.AP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×