6 milljarða niðurskurður 13. október 2005 19:01 Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Í marsmánnuði árið 2003, tveimur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, sem Alþingi samþykkti samgönguáætlun sem fól í sér fyrirheit um verulegar samgöngubætur. Þau fyrirheit héldu ekki lengi því tveimur mánuðum eftir kosningar var byrjað að skera niður loforðin við fyrstu fjárlagagerð. Þeim niðurskurði er nú haldið áfram með nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að ræða á Alþingi í næstu viku. Í fyrra voru 1.822 milljónir króna skornar af vegamálunum. Í ár á að skera 1.900 milljónir af og á næsta ári vill ríkisstjórnin að 2.000 milljónir verði skornar af. Langstærstur hlutinn er skorinn af Héðinsfjarðargöngum. Af öðrum framkvæmdum sem seinkar vegna niðurskurðar stjórnvalda má nefna þann kafla Reykjanesbrautar sem liggur milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs en til hefur staðið að tvöfalda þennan veg til að greiða fyrir umferð. Lagning nýs Álftanesvegar lendir í niðurskurði, sömuleiðis gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar en þar myndast iðulega langar bílaraðir á annatímum. Á Vestfjörðum lendir Djúpvegur í niðurskurði, það er leiðin yfir Mjóafjörð. Á Norðausturlandi bitnar niðurskurður á nýjum vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, suðaustanlands er ný veglína yfir Hornarfjarðarfljót skorin af, sunnanlands er skorin af ný Hvítárbrú á móts við Flúðir og á suðvesturhorninu eru Gjábakkavegur og Suðurstrandarvegur skornir niður. Þeir sem lengi hafa fylgst með samspili kosninga og vegaútgjalda hafa tekið eftir sérkennilegu mynstri hjá stjórnmálamönnum sem jafnan hafa kynnt áform um stórauknar vegaframkvæmdir, tveimur mánuðum fyrir kosningar eða svo, og svo skorið þær aftur niður um tveimur mánuðum eftir kosningar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segist meðal annarra hafa séð þessa tilhneigingu. Hann tekur þó fram að síðasta viðbót hafi komið nánast alveg „ofan í“ kosningarnar þannig að hún hafi ekki verið skorin niður því gríðarlegar framkvæmdir hafi átt sér stað árið 2003. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Í marsmánnuði árið 2003, tveimur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, sem Alþingi samþykkti samgönguáætlun sem fól í sér fyrirheit um verulegar samgöngubætur. Þau fyrirheit héldu ekki lengi því tveimur mánuðum eftir kosningar var byrjað að skera niður loforðin við fyrstu fjárlagagerð. Þeim niðurskurði er nú haldið áfram með nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að ræða á Alþingi í næstu viku. Í fyrra voru 1.822 milljónir króna skornar af vegamálunum. Í ár á að skera 1.900 milljónir af og á næsta ári vill ríkisstjórnin að 2.000 milljónir verði skornar af. Langstærstur hlutinn er skorinn af Héðinsfjarðargöngum. Af öðrum framkvæmdum sem seinkar vegna niðurskurðar stjórnvalda má nefna þann kafla Reykjanesbrautar sem liggur milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs en til hefur staðið að tvöfalda þennan veg til að greiða fyrir umferð. Lagning nýs Álftanesvegar lendir í niðurskurði, sömuleiðis gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar en þar myndast iðulega langar bílaraðir á annatímum. Á Vestfjörðum lendir Djúpvegur í niðurskurði, það er leiðin yfir Mjóafjörð. Á Norðausturlandi bitnar niðurskurður á nýjum vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, suðaustanlands er ný veglína yfir Hornarfjarðarfljót skorin af, sunnanlands er skorin af ný Hvítárbrú á móts við Flúðir og á suðvesturhorninu eru Gjábakkavegur og Suðurstrandarvegur skornir niður. Þeir sem lengi hafa fylgst með samspili kosninga og vegaútgjalda hafa tekið eftir sérkennilegu mynstri hjá stjórnmálamönnum sem jafnan hafa kynnt áform um stórauknar vegaframkvæmdir, tveimur mánuðum fyrir kosningar eða svo, og svo skorið þær aftur niður um tveimur mánuðum eftir kosningar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segist meðal annarra hafa séð þessa tilhneigingu. Hann tekur þó fram að síðasta viðbót hafi komið nánast alveg „ofan í“ kosningarnar þannig að hún hafi ekki verið skorin niður því gríðarlegar framkvæmdir hafi átt sér stað árið 2003.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira