6 milljarða niðurskurður 13. október 2005 19:01 Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Í marsmánnuði árið 2003, tveimur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, sem Alþingi samþykkti samgönguáætlun sem fól í sér fyrirheit um verulegar samgöngubætur. Þau fyrirheit héldu ekki lengi því tveimur mánuðum eftir kosningar var byrjað að skera niður loforðin við fyrstu fjárlagagerð. Þeim niðurskurði er nú haldið áfram með nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að ræða á Alþingi í næstu viku. Í fyrra voru 1.822 milljónir króna skornar af vegamálunum. Í ár á að skera 1.900 milljónir af og á næsta ári vill ríkisstjórnin að 2.000 milljónir verði skornar af. Langstærstur hlutinn er skorinn af Héðinsfjarðargöngum. Af öðrum framkvæmdum sem seinkar vegna niðurskurðar stjórnvalda má nefna þann kafla Reykjanesbrautar sem liggur milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs en til hefur staðið að tvöfalda þennan veg til að greiða fyrir umferð. Lagning nýs Álftanesvegar lendir í niðurskurði, sömuleiðis gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar en þar myndast iðulega langar bílaraðir á annatímum. Á Vestfjörðum lendir Djúpvegur í niðurskurði, það er leiðin yfir Mjóafjörð. Á Norðausturlandi bitnar niðurskurður á nýjum vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, suðaustanlands er ný veglína yfir Hornarfjarðarfljót skorin af, sunnanlands er skorin af ný Hvítárbrú á móts við Flúðir og á suðvesturhorninu eru Gjábakkavegur og Suðurstrandarvegur skornir niður. Þeir sem lengi hafa fylgst með samspili kosninga og vegaútgjalda hafa tekið eftir sérkennilegu mynstri hjá stjórnmálamönnum sem jafnan hafa kynnt áform um stórauknar vegaframkvæmdir, tveimur mánuðum fyrir kosningar eða svo, og svo skorið þær aftur niður um tveimur mánuðum eftir kosningar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segist meðal annarra hafa séð þessa tilhneigingu. Hann tekur þó fram að síðasta viðbót hafi komið nánast alveg „ofan í“ kosningarnar þannig að hún hafi ekki verið skorin niður því gríðarlegar framkvæmdir hafi átt sér stað árið 2003. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Í marsmánnuði árið 2003, tveimur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, sem Alþingi samþykkti samgönguáætlun sem fól í sér fyrirheit um verulegar samgöngubætur. Þau fyrirheit héldu ekki lengi því tveimur mánuðum eftir kosningar var byrjað að skera niður loforðin við fyrstu fjárlagagerð. Þeim niðurskurði er nú haldið áfram með nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að ræða á Alþingi í næstu viku. Í fyrra voru 1.822 milljónir króna skornar af vegamálunum. Í ár á að skera 1.900 milljónir af og á næsta ári vill ríkisstjórnin að 2.000 milljónir verði skornar af. Langstærstur hlutinn er skorinn af Héðinsfjarðargöngum. Af öðrum framkvæmdum sem seinkar vegna niðurskurðar stjórnvalda má nefna þann kafla Reykjanesbrautar sem liggur milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs en til hefur staðið að tvöfalda þennan veg til að greiða fyrir umferð. Lagning nýs Álftanesvegar lendir í niðurskurði, sömuleiðis gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar en þar myndast iðulega langar bílaraðir á annatímum. Á Vestfjörðum lendir Djúpvegur í niðurskurði, það er leiðin yfir Mjóafjörð. Á Norðausturlandi bitnar niðurskurður á nýjum vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, suðaustanlands er ný veglína yfir Hornarfjarðarfljót skorin af, sunnanlands er skorin af ný Hvítárbrú á móts við Flúðir og á suðvesturhorninu eru Gjábakkavegur og Suðurstrandarvegur skornir niður. Þeir sem lengi hafa fylgst með samspili kosninga og vegaútgjalda hafa tekið eftir sérkennilegu mynstri hjá stjórnmálamönnum sem jafnan hafa kynnt áform um stórauknar vegaframkvæmdir, tveimur mánuðum fyrir kosningar eða svo, og svo skorið þær aftur niður um tveimur mánuðum eftir kosningar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segist meðal annarra hafa séð þessa tilhneigingu. Hann tekur þó fram að síðasta viðbót hafi komið nánast alveg „ofan í“ kosningarnar þannig að hún hafi ekki verið skorin niður því gríðarlegar framkvæmdir hafi átt sér stað árið 2003.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira