Innlent

Veittust að starfsmönnum verslunar með höggum og spörkum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stúlkurnar voru báðar fluttar á lögreglustöð og foreldrar þeirra kallaðir til. Málið var tilkynnt til barnaverndar.
Stúlkurnar voru báðar fluttar á lögreglustöð og foreldrar þeirra kallaðir til. Málið var tilkynnt til barnaverndar. Vísir/Vilhelm

Tvær unglingsstúlkur, sem staðnar voru að þjófnaði í verslun í Breiðholti klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi, veittust að starfsmönnum verslunar þegar þeir höfðu afskipti af þeim.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir jafnframt að hegðun stúlknanna hafi svo ekki batnað þegar lögreglan kom á staðinn og reyndi önnur þeirra að hrækja að lögreglu.

Stúlkurnar voru báðar fluttar á lögreglustöð og foreldrar þeirra kallaðir til. Málið var tilkynnt til barnaverndar.

Þá var par handtekið upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöld í miðborg Reykjavíkur, grunað um þjófnað á fatnaði úr verslun og reiðhjóli sem þau skiptust á að nota. Fólkið var vistað í fangageymslu.

Klukkan ellefu í gærkvöldi var síðan karlmaður handtekinn í Breiðholti, grunaður um sölu fíkniefni. Hann viðurkenndi brotið og var nokkuð magn af fíkniefnum haldlagt.

Að auki voru nokkrir ökumenn teknir grunaðir undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×