Af aflögufærum fyrirtækjum Drífa Snædal skrifar 3. apríl 2020 19:45 Misjafnt hafast fyrirtækin að þessa dagana og misjöfn er staða þeirra. Brim ákveður að greiða út 1800 milljónir í arð á sama tíma og Nettó veitir starfsfólki sínu kaupauka. Verslunarfólk eins og fleiri er undir gríðarlegu álagi og það reynist mörgum erfitt að mæta í vinnuna þessa dagana vegna sýkingarhættu. Brim er eitt þeirra fyrirtækja sem er talið þjóðhagslega mikilvægt og starfar þess vegna á undanþágu frá samkomubanninu. Starfsfólk þar leggur sig því í meiri hættu en aðrir þar sem fólk er að umgangast fleiri í vinnunni en heilbrigðisyfirvöld telja almennt skynsamlegt. Að virða það við starfsfólk væri nærtækara en huga að arðgreiðslum á þessum tímum. Að þrýsta á um flatar lækkanir mótframlags í lífeyrissjóð eða frystingu launahækkana fyrir allan vinnumarkaðinn er með miklum ólíkindum. Sum fyrirtæki þurfa vissulega stuðning á meðan önnur eru sannanlega aflögufær. Við þurfum nú að anda rólega og vera þess fullviss að þau úrræði sem þegar hefur verið gripið til nýtist fyrirtækjum og launafólki með sanngjörnum hætti. Á fundi sínum í dag samþykkti miðstjórn ASÍ áskorun til stjórnvalda að tryggja afkomu viðkvæmra hópa sem núverandi úrræði vegna Covid-19 grípa ekki. Þetta er fólk sem þarf að fara í sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma, barnshafandi konur og fólk sem verður tekjulaust vegna samkomubannsins. ASÍ hefur áður vakið athygli stöðu þessara hópa. Nú þurfa stjórnvöld að bregðast hratt og örugglega við. Farið vel með ykkur og góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Misjafnt hafast fyrirtækin að þessa dagana og misjöfn er staða þeirra. Brim ákveður að greiða út 1800 milljónir í arð á sama tíma og Nettó veitir starfsfólki sínu kaupauka. Verslunarfólk eins og fleiri er undir gríðarlegu álagi og það reynist mörgum erfitt að mæta í vinnuna þessa dagana vegna sýkingarhættu. Brim er eitt þeirra fyrirtækja sem er talið þjóðhagslega mikilvægt og starfar þess vegna á undanþágu frá samkomubanninu. Starfsfólk þar leggur sig því í meiri hættu en aðrir þar sem fólk er að umgangast fleiri í vinnunni en heilbrigðisyfirvöld telja almennt skynsamlegt. Að virða það við starfsfólk væri nærtækara en huga að arðgreiðslum á þessum tímum. Að þrýsta á um flatar lækkanir mótframlags í lífeyrissjóð eða frystingu launahækkana fyrir allan vinnumarkaðinn er með miklum ólíkindum. Sum fyrirtæki þurfa vissulega stuðning á meðan önnur eru sannanlega aflögufær. Við þurfum nú að anda rólega og vera þess fullviss að þau úrræði sem þegar hefur verið gripið til nýtist fyrirtækjum og launafólki með sanngjörnum hætti. Á fundi sínum í dag samþykkti miðstjórn ASÍ áskorun til stjórnvalda að tryggja afkomu viðkvæmra hópa sem núverandi úrræði vegna Covid-19 grípa ekki. Þetta er fólk sem þarf að fara í sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma, barnshafandi konur og fólk sem verður tekjulaust vegna samkomubannsins. ASÍ hefur áður vakið athygli stöðu þessara hópa. Nú þurfa stjórnvöld að bregðast hratt og örugglega við. Farið vel með ykkur og góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar